fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fókus

Vill losna við Scott úr lífi sínu og raunveruleikaþáttunum – Íhugar að setja fjölskyldu sinni afarkosti

Fókus
Fimmtudaginn 30. október 2025 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elsta Kardashian-systirin, Kourtney, er komin með nóg af barnsföður sínum og fyrrverandi unnusta, Scott Disick. Hún vill hann úr raunveruleikaþáttunum um Kardashian-fjölskylduna og í raun vill hún alfarið sparka honum úr fjölskyldunni. Frá þessu greinir Star.

Kourtney og Scott voru sundur og saman á árunum 2006-2015 og eiga saman þrjú börn. Að sögn heimildarmanns finnst henni vægast sagt pirrandi að þrátt fyrir að ástarsambandi þeirra hafi endanlega lokið fyrir áratug þá sé Scott enn að nýta sér frægð fjölskyldunnar og láti enn eins og hann sé hluti fjölskyldunnar. „Henni finnst það sjúklega pirrandi að hann sé enn í þáttunum og hangi enn utan í fjölskyldunni eins og einhver óþefur“

Henni mun eins finnast það vægast sagt ógeðfellt hvernig hann daðrar við yngri systur hennar.

„Ef Kourtney fengi sínu fram þá væri Scott ekki lengur í myndinni.“

Kourtney giftist pönkrokkaranum Travis Barker árið 2022 og eiga þau saman eitt barn.

Heimildarmaðurinn segir þó að fjölskylda Kourtney sé ekki á sama máli og hún. Þau elska Scott. Móðir Kourtney, Kris Jenner, lítur á Scott sem son sinn og þykir elsta dóttir sín vera heldur leiðinleg og kuldaleg við hann.

„Þeim finnst hann mjög skemmtilegur og benda reglulega á að hann sé frábær pabbi. En nú er þessi umræða komin upp aftur því það styttist í jólin og allir vilja bjóða Scott í fjölskylduboðin en Kourtney hefur ákveðið að stíga niður fæti og segist sjálf mögulega ekki ætla að mæta ef hann verður þarna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 4 dögum

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés