fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Viðtal í gær vekur athygli – Hjólaði í eigin leikmann og gaf í skyn að hann væri eigingjarn

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 30. október 2025 09:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enzo Maresca, stjóri Chelsea, lét eigin leikmann heyra það þrátt fyrir 4-3 sigur liðsins á Wolves í enska deildabikarnum í gær.

Chelsea komst í 3-0 forystu í fyrri hálfleik áður en Wolves minnkaði muninn í seinni hálfleik, en Jamie Gittens tryggði sigurinn með fjórða marki Lundúnaliðsins. Maresca gaf nokkrum mönnum sem almennt fá minna að spila tækifæri, þar á meðal Filip Jorgensen, Jorrel Hato og Tyrique George, sem allir áttu fína innkomu.

Liam Delap kom inn af bekknum á 61. mínútu. Hann fékk tvö gul spjöld á 25 mínútum og var rekinn af velli á 86. mínútu. Þetta var fimmta rauða spjaldið hjá Chelsea í síðustu níu leikjum, en Maresca sjálfum hefur einnig verið vísað upp í stúku á þessu tímabili.

„Já, þetta er vandræðalegt þegar rauða spjaldið kemur svona. Tvö gul spjöld á innan við tíu mínútum. Þetta er ekki gott,“ sagði Maresca.

„Ég sagði honum fjórum eða fimm sinnum að róa sig. En Liam er leikmaður sem, þegar hann er inni á vellinum, virðist spila leikinn fyrir sjálfan sig og á erfitt með að hlusta á aðra.“

Delap hefur spilað fjóra leiki fyrir Chelsea á tímabilinu en hann missti af tíu leikjum vegna meiðsla. Hann verður í banni í næsta leik liðsins gegn Tottenham í deildinni á laugardag, en gæti snúið aftur þegar Chelsea mætir Qarabag í Meistaradeildinni þann 5. nóvember.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sagðir færa áhuga sinn á næsta stig – Fyrrum samherjar hjá United gætu spilað saman á ný

Sagðir færa áhuga sinn á næsta stig – Fyrrum samherjar hjá United gætu spilað saman á ný
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Tveir leikmenn kveðja Skagamenn

Tveir leikmenn kveðja Skagamenn
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Horfa til Haaland sem útilokar ekki að skipta yfir

Horfa til Haaland sem útilokar ekki að skipta yfir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þorsteinn fór með landsliðið í ballett – „Mjög sérstakt að vera í þessum aðstæðum“

Þorsteinn fór með landsliðið í ballett – „Mjög sérstakt að vera í þessum aðstæðum“
433Sport
Í gær

Stóri Ange gæti snúið aftur – Yrði þriðja starfið á hálfu ári

Stóri Ange gæti snúið aftur – Yrði þriðja starfið á hálfu ári