fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fókus

Einn sögufrægasti áningarstaður landsins kominn á sölu – Eigendur stefna á ný mið

Fókus
Fimmtudaginn 30. október 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eigendur Þrastalundar við Sogið hafa ákveðið að selja þennan sögufræga áningarstað ásamt eign sinni við Vatnsveg 5 í Reykjanesbæ. Stefnan er tekin á ný mið og ætla eigendur nú að hefja nýja uppbyggingu annars staðar á Suðurlandi.

Þrastalundur er klárlega þekktasti áningarstaður landsins. Þar hefur verið rekinn margómaður veitingastaður sem var hannaður af Leifi Welding og er heppilega staðsettur í hjarta Gullna hringsins.

Þrastalundur hefur notið mikilla vinsælda á undanförnum árum, bæði meðal innlendra sem og erlendra gesta. Skemmst er að minnast þess að heimsfrægi matreiðslumeistarinn Gordon Ramsay hefur gert sér þangað fer fjögur ár í röð.

Sjá einnig: Frægur sjónvarpskokkur í Þrastalundi – „Hann er svo mikil fyrirmynd og mikill innblástur“

Að sögn eigenda hafa verið hugmyndir um uppbyggingu stórs hótels í tengslum við núverandi veitingastað, enda Þrastalundur einstakur staður þar sem náttúra, saga og framtíðarmöguleikar mætast á einum fegursta stað Suðurlands. Það eru því næg tækifæri fyrir nýja eigendur.

Svo er það eign við Vatnsnesveg 5 sem samanstendur af sex íbúðum og bílskúrum í miðbæ Reykjanesbæjar sem býður upp á fjölbreytta nýtingarmöguleika, meðal annars fyrir hótel eða þjónustustarfsemi. Nýtt aðal- og deiliskipulag gerir ráð fyrir mikilli uppbyggingu á svæðinu, þar sem heimilt er að byggja stórt hótel eða fjölbýlishús í tengslum við núverandi byggingar.

„Við fjölskyldan erum að hefja spennandi uppbyggingu annars staðar og því höfum við ákveðið að selja þessar eignir,“ segir eigandinn, Sverrir Einar Eiríksson.

Þrastalund ættu flestir landsmenn að þekkja enda var fyrsti áningarstaðurinn, söluskáli, opnaður þar árið 1967.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 4 dögum

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés