
Þau trúlofuðust í ferðinni og valdi hann mjög fallegan stað til að fara á skeljarnar, í náttúrufegurðinni við Kvernufoss. Bónorðið kom Lizbette alveg á óvart en hún skildi ekkert í kærastanum sem vildi drífa sig að fossinum áður en allir ferðamennirnir myndu mæta á svæðið. Hún vildi njóta göngunnar og taka nóg af myndum, enda hafði hún ekki hugmynd um af hverju hann væri svona stressaður.
Hún birti myndband frá göngunni að fossinum á TikTok sem hefur vakið mikla athygli.
„Kærastinn þinn er að reyna að vera á undan öllum ferðamönnunum til að biðja þín en þú ert að gera hann stressaðan,“ skrifaði hún með myndbandinu og í því má heyra hann ýta á eftir henni og hún skilur ekkert í því.
@lizbettemartinez Lmao I’m laughing so hard because I was so annoyed that he didn’t want to take pics 😭😩😭💀 #fyp #proposalvideo #icelandtravel #fiancee💍 #funnyproposal ♬ original sound – Lizbette Martinez
Sem betur fer voru þau á undan öllum öðrum og náðu þessu fallega myndbandi af augnablikinu.
@lizbettemartinez Replying to @𝑩renda posted this once already but I’ll never get over it 🥹😭💖 should I do a grwm story time?!👀 #fyp #proposalvideo #icelandtravel #fiancee #fiancee💍 ♬ original sound – ILMUSICA