fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Fólk á sumardekkjum að valda miklum vandræðum í umferðinni

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 28. október 2025 09:06

Myndin er úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið er færð erfið og miklar umferðartafir á höfuðborgarsvæðinu og lögreglan segir í nýrri tilkynningu að það sé fólki á vanbúnum bílum sem eigi mikinn þátt í því.

Segir í tilkynningunni að miklar tafir séu enn á stóru umferðaræðunum til Reykjavíkur vegna umferðaróhappa og ökutækja sem séu á sumarhjólbörðum. Lögregla ítreki fyrri beiðni til eiganda ökutækja á sumarhjólbörðum um að fara ekki út í umferðina. Vanbúin ökutæki valdi einna helst þeim töfum sem séu í umferðinni núna.

Viðbragðsaðilar séu í mikilli hættu þegar þeir séu að reyna að aðstoða ökumenn sem eigi í erfiðleikum vegna þess að ökumenn aki ekki varlega í þessari færð.

Lögreglan ítrekar þau skilaboð til ökumanna að sýna þolinmæði og tillitsemi í umferðinni meðan þetta ástand varir.

Einnig kemur fram að vegna umferðaróhappa á Bústaðavegi og Hringbraut í Reykjavík þá sé umferð svo til stopp á þessum leiðum. Unnið sé að því að koma björgunartækjum að til að fjarlægja tjónuð ökutæki sem séu óökufær. Ljóst sé að  þetta muni taka einhvern tíma vegna umferðarþunga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

FESTI aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu

FESTI aðalstyrktaraðili Félags kvenna í atvinnulífinu
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“

Stefán Máni segir frá tálbeitunni sem fylgt hefur honum í 17 ár – „Ég opnaði bara einhverjar dyr og Hörður gekk inn um þær“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Lögregla vísar fólki úr röðum við hjólbarðaverkstæði – Vanbúnir bílar fjarlægðir með dráttarbílum

Lögregla vísar fólki úr röðum við hjólbarðaverkstæði – Vanbúnir bílar fjarlægðir með dráttarbílum