fbpx
Laugardagur 25.október 2025
Pressan

Notaði síðustu orðin til að lýsa yfir sakleysi sínu

Pressan
Föstudaginn 24. október 2025 15:30

Anthony Boyd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anthony Boyd, 54 ára fangi á dauðadeild í Alabama, var tekinn af lífi með köfnunarefni í William C. Holman-fangelsinu síðdegis í gær.

Boyd var dæmdur til dauða fyrir þátt sinn í morðinu á Gregory Huguley í Talladega-sýslu árið 1993. Var Boyd dæmdur fyrir að brenna Huguley lifandi eftir að hann greiddi ekki 200 dollara kókaínskuld.

Boyd notaði síðustu orð sín til að lýsa sakleysi sínu og gagnrýna réttarkerfið. „Ég drap engan. Ég tók ekki þátt í neinu morði,“ sagði hann. „Það verður ekkert réttlæti fyrr en við breytum þessu kerfi.“

Vitni ákæruvaldsins, sem hafði gert samkomulag við saksóknara gegn vægari refsingu, sagði á sínum tíma að Boyd hefði bundið fætur Huguley áður en annar maður hellti bensíni yfir hann og kveikti í. Verjendur Boyds héldu því fram að hann hefði verið í gleðskap umrædda nótt og að vitnisburðurinn væri óáreiðanlegur. Þá hefðu engin bein sönnunargögn fundist á vettvangi.

Saksóknarar sögðu að sama skapi að Boyd hefði aldrei tekist að sanna sakleysi sitt.

Kviðdómur sakfelldi Boyd fyrir morð af ásetningi og mælti með dauðarefsingu með tíu atkvæðum gegn tveimur.

Boyd hafði verið á dauðadeild í Alabama frá því að hann var dæmdur árið 1995. Hann var einnig formaður samtakanna Project Hope to Abolish the Death Penalty, sem stofnuð voru af föngum á dauðadeild og berjast gegn dauðarefsingum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans

Langaði rosalega að sjá hverjir myndu koma í útförina hans
Pressan
Fyrir 4 dögum

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík

Kom að honum á bílastæðinu með blóðuga öxi – Skömmu síðar fundust tvö lík
Pressan
Fyrir 6 dögum

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál