fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Pressan

Hélt að 11 ára sonurinn væri drukkinn – Það reyndust banvæn mistök

Pressan
Fimmtudaginn 23. október 2025 07:32

Tristian James Frahn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarrannsókn í Queensland í Ástralíu hefur leitt í ljós að andláti ellefu ára drengs árið 2021 hefði að öllum líkindum mátt afstýra ef hann hefði fengið læknisaðstoð í tæka tíð.

Drengurinn, Tristian James Frahn, lést eftir að hafa orðið fyrir biti frá einum eitraðasta snáki heims sem heitir á máli heimamanna Australian Brown Snake.

Rannsóknin leiddi í ljós að faðir Tristians og tveir aðrir fullorðnir misskildu einkenni bitsins og töldu að drengurinn hefði drukkið áfengi og væri drukkinn.

Þeir ákváðu því að senda hann í rúmið til að „sofa úr sér“ veikindin í stað þess að leita hjálpar. Morguninn eftir fannst drengurinn látinn í garðinum við heimili fjölskyldunnar.

Atvikið átti sér stað í nóvember 2021 en daginn áður hafði Tristian dottið af lítilli garðsláttuvél og kvartað í kjölfarið undan kviðverkjum, uppköstum og þreytu.

Í frétt People kemur fram að þrátt fyrir að einhver hafi bent á að mögulega hefði drengurinn verið bitinn fundust engin augljós ummerki um bit. Hélt faðirinn því fram að drengurinn hefði laumast afsíðis til að drekka áfengi og hann væri að öllum líkindum drukkinn.

Eiturefnaprófanir leiddu í ljós að ekkert áfengi var í líkama drengsins og taldi dánardómstjórinn, Ainslie Kirkegaard, að eitur brúna snáksins hefði valdið mikilli innvortis blæðingu.

Hann hefði að líkindum lifað af ef hann hefði gengið viðeigandi læknismeðferð þar sem heilbrigðisstarfsfólk hefði að líkindum framkvæmt rétta greiningu.

Við krufningu fundust tvö merki á ökkla drengsins sem komu heim og saman við snákabit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun

Matvöruverslunin sem þú verslar í án þess að greiða – Sjálfsefling sem dregur úr sóun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var

Prestur í áfalli eftir að hafa uppgötvað hver afi hans var
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði

Þrír handteknir á Tenerife eftir þriggja mánaða rannsókn á skipulögðum þjófnaði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu

Myrti kasólétta hjákonu sína því hann vildi ekki eignast barn með henni – Mun gjalda fyrir það með lífi sínu
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál

„Drottnari múmíanna“ fær reynslulausn – Vel menntaður rithöfundur sem átti sér óhugnalegt leyndarmál