fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
Pressan

Fékk skilaboð frá manninum sem braut á henni í háskóla fyrir rúmum áratug – „Svo, ég nauðgaði þér“

Pressan
Miðvikudaginn 22. október 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ian Cleary, 32 ára Bandaríkjamaður, hefur verið dæmdur í 2-4 ára fangelsi fyrir nauðgun sem átti sér stað árið 2013. Hann var þá nemandi við Gettysburg-háskólann í Pennsylvaníu en kvöld eitt braust hann inn á heimavist kvenna við skólann og nauðgaði nýnemanum Shannon Keeler.

Keeler gerði allt rétt eftir brotið. Hún leitaði til lögreglu, kærði brotið og gekkst undir nauðgunarrannsókn. Hún fann einnig vitni sem sáu til Cleary þetta örlagaríka kvöld og gátu vitnað til um að hann hafi hitt Keeler í partý og verið þar mjög ágengur við hana. Keeler hafði engan áhuga á honum og leið svo óþægilega að hún ákvað að yfirgefa partýið og bað karlkyns vin um að fylgja sér á vistina því hún óttaðist að Cleary myndi elta hana. Cleary elti hana engu að síður og reyndi að múta vini hennar til að fá að vera einn með stúlkunni.

„Hann sagði við vin minn: „Leyfðu mér að fá hana, plís leyfðu mér að fá hana“. Vinur minn sagði þá: „Ég er bara að reyna að koma henni frá þér“.“

Seinna um kvöldið var Keeler að hátta fyrir svefninn þegar það var bankað á hurðina. Hún hélt að þarna væri einhver vinur hennar á ferðinni svo hún opnaði. Fyrir utan stóð Cleary. Hann kom óboðinn inn, neitaði að fara og nauðgaði henni svo. Eftir nauðgunina fór Cleary að gráta, baðst afsökunar, og hljóp út úr herberginu.

Þrátt fyrir þetta var Cleary ekki handtekinn. Lögreglan sagðist ekki hafa næg sönnunargögn og sagði Keeler að þar sem bæði hún og Cleary hefðu drukkið áfengi þetta kvöld væri erfitt að fullyrða að nauðgun hefði átt sér stað. Keeler gafst þó aldrei upp og eyddi næstu árum í að reyna að ná fram réttlæti í máli sínu.

Allt breyttist svo árið 2020 þegar Keeler fann skilaboð á Facebook sem Cleary hafði sent henni árinu áður. Þar sagði hann meðal annars: „Svo, ég nauðgaði þér. Ég mun aldrei gera slíkt við nokkra manneskju aftur.“

Þá var lögreglan loksins tilbúin að gera eitthvað í málinu. Það gekk þó ekki áfallalaust að hafa uppi á Cleary en hann var ekki lengur í Bandaríkjunum. Lögregla bað almenning um aðstoð og loks fannst Cleary í Frakklandi og var framseldur þaðan. Cleary var loksins handtekinn og eftir að hafa metið stöðuna með lögmanni sínum ákvað hann að játa í skiptum fyrir væga refsingu. Þegar dómurinn var kveðinn upp baðst Cleary afsökunar og lofaði því að nýta tíma sinn í afplánun til að sækja sálfræðimeðferð. Keeler er lukkuleg með að réttlætið hafi loksins sigrað. Hún vill ekki dvelja í fortíðinni og hefur ákveðið að fyrirgefa geranda sínum. Fyrirgefningin sé nefnilega ekki bara fyrir þann sem er fyrirgefið heldur líka fyrir þann sem fyrirgefur.

„Fyrirgefningin frelsar ekki bara hann heldur mig líka. Ég vil ekki lifa áfram í reiði og ég trúi líka á betrun. Hann hefur enn tök á því að lifa góðu lífi og verða góð manneskja, að gera það rétta og ég vona að hann geri það.“

Hún tók þó fram að hún hefði viljað sjá þyngri refsingu en það sem mestu máli skiptir er að hann fer í fangelsi og mun framvegis vera merktur í skrám hins opinbera sem kynferðisbrotamaður. Hann hefur verið látinn sæta ábyrgð og málið mun fylgja honum út lífið. Það er réttlæti.

People og ABC greina frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða

Hlaupferðin breyttist í martröð – Stóð skyndilega frammi fyrir baráttu upp á líf og dauða
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst

Fyrrum samskiptastjóri Trump segir þetta þrennt hafa lagt bandarísk stjórnmál í rúst
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ákærð fyrir að myrða barn fyrir meira en 30 árum

Ákærð fyrir að myrða barn fyrir meira en 30 árum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ógnvekjandi myndband sýnir hvar kona var stungin upp úr þurru um hábjartan dag

Ógnvekjandi myndband sýnir hvar kona var stungin upp úr þurru um hábjartan dag
Pressan
Fyrir 5 dögum

Móðir fann hrollvekjandi bréf á eldhúsborðinu – Daginn eftir fannst dóttir hennar myrt

Móðir fann hrollvekjandi bréf á eldhúsborðinu – Daginn eftir fannst dóttir hennar myrt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Notuðu AirTag til að elta fórnarlömbin: „Versta martröð hverrar fjölskyldu“

Notuðu AirTag til að elta fórnarlömbin: „Versta martröð hverrar fjölskyldu“