Chelsea er sagt undirbúa rosalegt tilboð í Samuel Omorodion framherja Porto. Miðlar á Spáni segja frá þessu.
Omorodion er 21 árs gamall spænskur framherji og segir í spænskum miðlum að Chelsea sé tilbúið að borga 100 milljónir evra.
Chelsea vill finna sér framherja en Joao Pedro hefur ekki náð flugi undanfarnar vikur.
Omorodion var áður hjá Atletico Madrid en hann hefur spilað þrjá A-landsleiki fyrir Spán.
Omorodion er kraftmikill framherji og er ungur að árum, eitthvað sem hefur heillað Chelsea síðustu ár.