fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fréttir

Eldri maður sagður hafa áreitt unglingsstúlku við Engihjalla – Reyndi að komast inn í bíl hennar

Ritstjórn DV
Laugardaginn 18. október 2025 08:47

Frá Engihjalla 8. Mynd: Já.is.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átján ára stúlka varð fyrir ógnandi áreitni eldri manns fyrir utan verslun Nettó við Engihjalla í hádeginu á föstudag. Móðir hennar greinir frá atvikinu í íbúahópi á Facebook og birtir mynd af manninum.

Greinir hún frá því að maðurinn hafi starað á hana við inngang verslunarinnar og síðan segir:

„Eftir að hún er búin að versla fer hún út í bílinn sinn. Þá stendur þessi maður við hurðina farþegasætismegin. Hún fer inni bíl og hann byrjar að banka á rúðuna, hún fattar að setja í lás, sem betur fer útaf hann reyndi allt til að opna með að banka fast á rúðu kippa í handfangið og sparka í hurðina. Hún ákveður að bakka bílnum þá hleypur maðurinn burt! Hún lagði svo bílnum lengra frá og hringdi í lögregluna,“ segir í frásögn móðurinnar og jafnframt að dóttirin hafi hágrátið í símanum er hún hafði samband við móðurina.“

Í umræðum undir færslunni eru leiddar líkur að því að maðurinn eigi við andleg veikindi að stríða en ekkert liggur fyrir um það.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi
Fréttir
Í gær

Starfsmaður RÚV sagður í leyfi eftir ásakanir frá þremur samstarfskonum

Starfsmaður RÚV sagður í leyfi eftir ásakanir frá þremur samstarfskonum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kappakstursmaður grunaður um að nauðga hjúkrunarkonu Michael Schumacher á heimili heimsmeistarans lamaða

Kappakstursmaður grunaður um að nauðga hjúkrunarkonu Michael Schumacher á heimili heimsmeistarans lamaða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Barnsmóðir Quang Le úrskurðuð í farbann fram á næsta ár – Segja líkur á að hún reyni að komast úr landi eða leynast

Barnsmóðir Quang Le úrskurðuð í farbann fram á næsta ár – Segja líkur á að hún reyni að komast úr landi eða leynast