fbpx
Mánudagur 20.október 2025
Pressan

Hefja aftur opinberar aftökur – Skotinn til bana fyrir framan þúsundir áhorfenda

Pressan
Mánudaginn 20. október 2025 07:00

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afganskur karlmaður sem myrti mann og ólétta eiginkonu hans var tekinn af lífi fyrir framan þúsundir áhorfenda á dögunum.

Aftakan fór fram á íþróttaleikvangi í Qala-i-Naw sem er höfuðborg Badghis-héraðs í norðvesturhluta landsins. Fór hún fór fram að beiðni ættingja fórnarlambanna og var gerð samkvæmt svonefndu hefndarkerfi Talíbana, að því er fram kemur í frétt Mail Online. Var maðurinn skotinn þrisvar sinnum af ættingja fórnarlambanna.

AFP greinir frá því að þetta hafi verið ellefta opinbera aftakan frá því að Talíbanar tóku aftur við völdum í Afganistan árið 2021.

Matiullah Muttaqi, talsmaður yfirvalda í Badghis-héraði, segir að hinn dæmdi hefði verið fundinn sekur um að hafa myrt hjónin í skotárás og að konan hefði verið komin átta mánuði á leið.

Í frétt Mail Online kemur fram að málið hafi farið í gegnum þrjú dómstig áður en Hibatullah Akhundzada, æðsti leiðtogi Talíbana, veitti endanlegt samþykki fyrir aftökunni.

Í yfirlýsingu hæstaréttar landsins kom fram að fjölskyldu fórnarlambanna hefði verið boðin sátt og fyrirgefning, en hún hefði hafnað því og krafist hefndar samkvæmt sjaríalögum.

Opinberri tilkynningu um aftökuna var dreift víða daginn áður og mættu fjölmargir á völlinn til að horfa á aftökuna.

Opinberar aftökur voru algengar þegar Talibanar réðu landinu á árunum 1996 til 2001 og voru þær oftar en ekki haldnar á íþróttavöllum. Síðasta aftakan fór fram í apríl þegar fjórir menn voru teknir af lífi opinberlega í þremur héruðum á sama degi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“

Ræða heilbrigðisráðherra um sæði unglingsdrengja vekur athygli – „Foreldrar okkar eru ekki að eignast börn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla

Lögregla búin að gefast upp og hættir leitinni að Gus litla
Pressan
Fyrir 3 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás

Ítölsk fyrirsæta látin eftir hrottalega árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

Segir að einkalíf þingmanna séu að verða furðulegri – „Hefurðu tekið eftir þessu?“

Segir að einkalíf þingmanna séu að verða furðulegri – „Hefurðu tekið eftir þessu?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mæðgur dóu eftir að hafa borðað afmælistertu – Lögregla vill handtaka manninn sem afhenti tertuna

Mæðgur dóu eftir að hafa borðað afmælistertu – Lögregla vill handtaka manninn sem afhenti tertuna