fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Fréttir

Valtýr Stefánsson Thors hlaut Míuverðlaunin

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 15. október 2025 13:50

Valtýr Stefánsson Thors. Mynd: Mia Magic.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Míuverðlaunin voru haldin í veislusalnum Sjálandi í gærkvöld. Verðlaunin, sem veitt hafa verið síðustu sex ár, eru til þess gerð að heiðra þá sem komið hafa að þjónustu við langveik börn og fjölskyldu þeirra með einum eða öðrum hætti. Verðlaunin eru gefin undir góðgerðarfélaginu Mia Magic og er hægt að senda inn tilnefningar til verðlaunanna ár hvert. Í ár voru það 34 tilnefningar sem bárust valnefndinni og voru 10 af þeim teknar til nánari skoðunar. 

Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, hlaut verðlaunin að þessu sinni fyrir störf sín í þágu barna, ásamt sérlega góðri hæfni sinni í bæði fagmannlegum og mannlegum samskiptum við börn og aðstandendur þeirra. 

 ,,Það er mikill heiður að hljóta tilnefningu til Míuverðlauna, því það er úrvalslið sem sinnir börnum með sjúkdóma og fjölskyldum þeirra á Íslandi. Ég tek við verðlaununum sem liðsmaður Barnaspítalans, því án samvinnu og samheldni er erfitt að veita góða þjónustu.”

Anna Steinsen, Snæ Humadóttir sem afhenti verðlaunin og Valtýr. Mynd: Mia Magic.

Auk Valtýs voru níu einstaklingar sem valin voru af valnefnd heiðruð með viðurkenningarskjölum og gjafapokum á viðburðinum. Topp tíu hópurinn hlutu fékk afhenta Míu nælu en nælurnar hafa undanfarin ár fest sér sess sem fallegt merki um öryggi og hlýju að sögn Þórunnar Evu stofnanda Mia Magic.

Nánar má lesa um verðlaunin hér.

Anna Steinsen, Erik Valur, sérlegur aðstoðamaður hennar og Valtýr. Mynd: Mia Magic.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ferðamaður frá Víetnam í miklum vandræðum eftir að lögreglan á Selfossi haldlagði vegabréfið hans

Ferðamaður frá Víetnam í miklum vandræðum eftir að lögreglan á Selfossi haldlagði vegabréfið hans
Fréttir
Í gær

Lögreglan hvetur íslensk fyrirtæki til að vera á varðbergi – Fölsk fyrirtækjalén notuð til fjársvika

Lögreglan hvetur íslensk fyrirtæki til að vera á varðbergi – Fölsk fyrirtækjalén notuð til fjársvika
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður svaf í gámi og stolinn bíll fannst í gegnum staðsetningarbúnað

Maður svaf í gámi og stolinn bíll fannst í gegnum staðsetningarbúnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skjólstæðingur Brynjólfs sætir pyndingum – „Forstjóri Útlendingastofnunar hefur alið á óstjórn innan stofnunarinnar“

Skjólstæðingur Brynjólfs sætir pyndingum – „Forstjóri Útlendingastofnunar hefur alið á óstjórn innan stofnunarinnar“