Míuverðlaunin voru haldin í veislusalnum Sjálandi í gærkvöld. Verðlaunin, sem veitt hafa verið síðustu sex ár, eru til þess gerð að heiðra þá sem komið hafa að þjónustu við langveik börn og fjölskyldu þeirra með einum eða öðrum hætti. Verðlaunin eru gefin undir góðgerðarfélaginu Mia Magic og er hægt að senda inn tilnefningar til verðlaunanna ár hvert. Í ár voru það 34 tilnefningar sem bárust valnefndinni og voru 10 af þeim teknar til nánari skoðunar.
Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir á Landspítalanum, hlaut verðlaunin að þessu sinni fyrir störf sín í þágu barna, ásamt sérlega góðri hæfni sinni í bæði fagmannlegum og mannlegum samskiptum við börn og aðstandendur þeirra.
,,Það er mikill heiður að hljóta tilnefningu til Míuverðlauna, því það er úrvalslið sem sinnir börnum með sjúkdóma og fjölskyldum þeirra á Íslandi. Ég tek við verðlaununum sem liðsmaður Barnaspítalans, því án samvinnu og samheldni er erfitt að veita góða þjónustu.”
Auk Valtýs voru níu einstaklingar sem valin voru af valnefnd heiðruð með viðurkenningarskjölum og gjafapokum á viðburðinum. Topp tíu hópurinn hlutu fékk afhenta Míu nælu en nælurnar hafa undanfarin ár fest sér sess sem fallegt merki um öryggi og hlýju að sögn Þórunnar Evu stofnanda Mia Magic.
Nánar má lesa um verðlaunin hér.