fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
433Sport

Gylfi með kenningu um af hverju íslensk félög geta ekki keppt á báðum vígstöðvum – „Mæta í nudd og sund daginn eftir“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 14. október 2025 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson, besti landsliðsmaður í sögu Íslands, varð Íslandsmeistari með Víking fyrir rúmri viku síðan. Hann segir pressuna sem hann setti á sjálfan sig hafa verið þess virði og að síðustu dagar hafi verið ótrúlega skemmtilegir. Gylfi yfirgaf Val í febrúar með nokkrum látum, hann vildi burt og Víkingar voru reiðubúnir að borga metfé fyrir Gylfa. Hann stendur nú uppi sem Íslandsmeistari og gerir upp tímabilið í ítarlegu viðtali við 433.is.

Smelltu hér til að lesa ítarlegt viðtal við Gylfa:

Eitt af því sem Gylfi ræðir í viðtalinu er sú staðreynd að íslenskum félögum gengur mjög erfiðlega að ná árangri hér á landi og í Evrópu á sama tíma.

Breiðablik er í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar en þetta er í þriðja sinn í röð sem íslenskt félag kemst svo langt, aldrei hefur það liðið unnið bikar á sama tímabili.

Gylfi segir ferðalög íslenskra félagsliða spila þarna stórt hlutverk. „Þetta er auðveldara fyrir stærri lið, topplið erlendis. Þau fljúga beint heim eftir leik og koma heim um nóttina, mæta í nudd og sund á æfingasvæðinu daginn eftir. Þá eru íslensku liðin búin með eitt flug af tveimur, þú spilar á fimmtudegi í Kosóvó eða Albaníu. Kemur heim seint á föstudagskvöldi, þú nærð laugardagsæfingu og spilar á sunnudegi. Þegar það vantar 2 eða 5 prósent, það munar gríðarlega miklu,“ segir Gylfi Þór í viðtalinu við 433.is.

Hann segir þetta stóra ástæðu þess að Breiðablik barðist ekki um sigur í Bestu deildinni, gæði liðsins séu svo sannarlega til staðar.

„Breiðablik fer langt í Evrópukeppni, þeir spila einhverjum leikjum meira en við. Breiðablik eru ekki lélegir, þetta er bara erfitt. Það bitnar á þeirra frammistöðu, að spila erfða leika á fimmtudegi og svo ertu að spila á móti Fram sem dæmi, eru ferskir. Þeir gefa allt í þetta, það er oft erfitt að brjóta það niður.“

„Það munar rosaleag miklu að tapa þremur eða fjórum stigum í toppbaráttu þegar þú ert í þessum Evrópuleikjum. Það myndi breyta miklu ef það væri hægt að spila á fimmtudegi og mánudegi, þá er kannski leikur aftur á fimmtudegi.“

Gylfi telur að margt þurfi að ganga upp svo íslenskt félagslið geti keppt á báðum vígstöðvum. „Það er miklu skemmtilegra að vera í Evrópukeppni og spila þétt, þú þarft að vera með stóran hóp og heppin með meiðsli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svíar fá harkalega á baukinn – Stjörnur Arsenal og Liverpool sérstaklega teknar fyrir

Svíar fá harkalega á baukinn – Stjörnur Arsenal og Liverpool sérstaklega teknar fyrir
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Við það að bresta í grát í beinni – Viðurkenndi að hann væri stundum að fá sér í glas

Við það að bresta í grát í beinni – Viðurkenndi að hann væri stundum að fá sér í glas
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ísak Bergmann uppljóstrar því hvernig Arnar barði trú í liðið – „Hvernig hann brást við, hann tók okkur á tal“

Ísak Bergmann uppljóstrar því hvernig Arnar barði trú í liðið – „Hvernig hann brást við, hann tók okkur á tal“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kristian Nökkvi um markið góða gegn Frökkum í kvöld – „Að heyra í stuðningsmönnum þegar ég skoraði var geggjað“

Kristian Nökkvi um markið góða gegn Frökkum í kvöld – „Að heyra í stuðningsmönnum þegar ég skoraði var geggjað“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þetta hafði íslenska þjóðin að segja yfir sjónvarpinu í kvöld – „Það er söguleg stund og takk frá mér“

Þetta hafði íslenska þjóðin að segja yfir sjónvarpinu í kvöld – „Það er söguleg stund og takk frá mér“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábær úrslit gegn Frökkum í Laugardal

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábær úrslit gegn Frökkum í Laugardal
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool fór meiddur út af í landsleik

Lykilmaður Liverpool fór meiddur út af í landsleik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Missir að minnsta kosti af níu leikjum hjá Arsenal

Missir að minnsta kosti af níu leikjum hjá Arsenal
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Gjaldþrot blasir við