fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
Fókus

Fanney segir að þessi morgunmatur hafi hjálpað henni að missa 15 kíló – „Get borðað þetta aftur og aftur“

Fókus
Föstudaginn 10. október 2025 09:51

Fanney Skúladóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fanney Skúladóttir, markaðsstjóri Blush, hefur borðað sama morgunmatinn í meira en tvö ár og fær ekki leið á honum.

„Það að velja mér próteinríkan morgunmat hefur hjálpað mér að missa 15 kíló. Ég er ekki að grínast. Og þetta er morgunmatur sem ég fæ bara ekki leið á. Ég get borðað þetta aftur og aftur,“ segir Fanney í myndbandi á Instagram.

Fanney Skúladóttir.

Fanney fær sér alltaf tvö egg og gríska jógúrt. Ef hún er að borða morgunmatinn heima þá steikir hún eggin á steypujárnspönnu, annars fær hún sér soðin egg.

„Ég set bara íslenskt smjör á pönnuna og læt þetta malla í smá stund,“ segir hún og bætir svo salti við að lokum.

Fanneyju finnst gríska jógúrtin frá Biobú góð og þá sérstaklega vanillu eða kókos. Ef hún fær sér hreina gríska jógúrt þá bætir hún hunangi við. Svo toppar hún skálina með granóla, döðlum, ferskum ávöxtum eða berjum og hnetusmjöri.

Hún sýnir frá því hvernig hún matreiðir morgunmatinn í myndbandi sem má sjá hér að neðan. Smelltu hér ef þú sérð það ekki eða prófaðu að endurhlaða síðuna.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Fanney Skuladottir (@fskula)

Fanney er dugleg að birta alls konar ljúffengar og einfaldar uppskriftir á TikTok. Fylgdu henni hér.

@fskula Nýtt obsession = Liba brauðið 😮‍💨🔥 Er búin að nota þetta í allt, vefjur, pizzur, naan brauð, quesadillas, samloku í grillið…. 🍕🌯 Þú verður að smakka 😍 Sp | @isam_ehf #gelludinner #lazydinner #íslensktiktok #fyrirþigsíða #íslenskt ♬ original sound – Fanney Skula 💁🏼‍♀️

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Diane Keaton er látin

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Markmiðið að skeyta saman listamönnum sem eru ólíklegir til að vinna saman

Markmiðið að skeyta saman listamönnum sem eru ólíklegir til að vinna saman
Fókus
Fyrir 2 dögum

Unga tónlistarkonan kyndir undir orðróm um ástarsamband með Keith Urban

Unga tónlistarkonan kyndir undir orðróm um ástarsamband með Keith Urban
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hanna Rún og Nikita í efsta sæti heimslistans

Hanna Rún og Nikita í efsta sæti heimslistans
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fjaðrafok og fordæmingar út af umdeildri grínhátíð – „Hvernig dirfist þú að fara á þennan stað?“

Fjaðrafok og fordæmingar út af umdeildri grínhátíð – „Hvernig dirfist þú að fara á þennan stað?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gunnar Dan segir líklegt að geimverur séu að koma bráðum til jarðar – Birtir grunsamleg svör ChatGPT

Gunnar Dan segir líklegt að geimverur séu að koma bráðum til jarðar – Birtir grunsamleg svör ChatGPT
Fókus
Fyrir 3 dögum

Setningin sem Kristbjörg heyrði nýlega og hafði mikil áhrif á hana

Setningin sem Kristbjörg heyrði nýlega og hafði mikil áhrif á hana
Fókus
Fyrir 4 dögum

The Weeknd setti Ella Egils á vegginn – Vopnaður á vinnustofunni

The Weeknd setti Ella Egils á vegginn – Vopnaður á vinnustofunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýja kærasta Keith Urban sögð vera ungi gítarleikarinn – Faðir hennar gat ekki neitað orðrómnum

Nýja kærasta Keith Urban sögð vera ungi gítarleikarinn – Faðir hennar gat ekki neitað orðrómnum