fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
Pressan

Pit bull beit barn – Eigendur hunsuðu viðvörun og harmleikur varð

Pressan
Föstudaginn 10. október 2025 06:30

Pit bull. Mynd: Úr safni og tengist frétt ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 28. apríl 2024 leyfði parið Blake Bates og Alyssa Smith Pit bull hundi sínum að vera án eftirlits nálægt sex mánaða gömlum syni sínum og öðru barni á heimili þeirra. Hundurinn réðst á ungbarnið og reif í höfuðkúpu þess, með þeim afleiðingum að barnið lést.

Bates játaði sig sekan um manndráp af gáleysi þriðjudaginn 2. október, dómur verður kveðinn upp 27. Október. Saksóknarar sögðu að hann hefði áður verið kærður og varaður við ári áður eftir að pitbull-blendingurinn Kilo reyndi að bíta barn í hverfinu.

„Hundurinn muldi í raun höfuðkúpu barnsins,“ segir saksóknarinn Ray Grogan. „Og vegna þess skaddast heili barnsins alvarlega.“

Drengurinn var fluttur á almenna sjúkrahúsið í Marion-sýslu og úrskurðaður látinn. Hundurinn var þegar í stað haldinn og aflífaður.

„Þessi sektarjátning gerir Bates ábyrgan fyrir hryllingi sem hægt var að koma í veg fyrir og stal lífi saklauss barns,“ sagði Grogan í fréttatilkynningu. „Bates vissi að pitbull-hundurinn hans væri hættulegur, en hann lék sér samt með öryggi þessa barns, gáleysi sem hefur alvarlegar afleiðingar.“

Samkvæmt saksóknurum játaði Smith sök fyrir að stofna börnum í hættu, ekki hefur verið dæmt í hennar máli.

Bates og Smith

Bates á yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi, að sögn saksóknara. Hann á einnig yfir höfði sér dóm fyrir önnur brot, þar á meðal kyrkingu af fjórða stigi og flóttatilraun af þriðja stigi.

„Allir bera ábyrgð á hundunum sínum og þegar um er að ræða árásargjarna hunda verða eigendurnir að gæta sérstakrar varúðar, sérstaklega í kringum börn,“ sagði Grogan.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot

Fyrrverandi útvarpsmaður á BBC ákærður fyrir fjórar nauðganir og fjölmörg önnur kynferðisbrot
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki

Hakkarar í Norður-Kóreu beina spjótum sínum að nýju skotmarki
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn

Kennari sem nauðgaði 15 ára stúlku drepinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”

Danir ætla að banna samfélagsmiðlanotkun barna – „Við höfum sleppt skrímslinu lausu”
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran

Morðingjanum finnst ekkert gaman í fangelsi og kvartar sáran
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump lætur Gretu Thunberg heyra það: „Hún ætti að fara til læknis“

Trump lætur Gretu Thunberg heyra það: „Hún ætti að fara til læknis“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Fullyrða að eitrað hafi verið fyrir Assad í Rússlandi og hann hafi verið þungt haldinn

Fullyrða að eitrað hafi verið fyrir Assad í Rússlandi og hann hafi verið þungt haldinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Segja undarlegt háttarlag Trump fara stigversnandi

Segja undarlegt háttarlag Trump fara stigversnandi