Vincent Kompany, kanttspyrnustjóri Bayern Munchen, var klæddur í Vind jakkann frá íslenska fatamerkinu 66°Norður þegar hann stýrði Bæjurum til 3-0 sigurs á útivelli gegn Eintracht Frankfurt um helgina.
Kompany var áberandi í jakkanum á hliðarlínunni en Bayern hefur farið mjög vel af stað í þýsku Bundesligunni og unnið alla frystu 6 leiki sína á tímabilinu. Liðið varð þýskur meistari undir hans stjórn á síðustu leiktíð.
Kompany er hrifinn af Íslandi og hefur heimsótt landið en hann var áður stjóri Burnley og Jóhann Berg Guðmundsson spilaði einmitt undir hans stjórn hjá enska liðinu.
Kompany er einnig hrifinn af 66°Norður en hann hefur áður sést klæddur í fatnað frá íslenska fataframframleiðandanum.
Kompany er þar með kominn í flokk með danska knattspyrnustjóranum Thomas Frank sem klæðist oft jökkum og úlpum frá 66°Norður á hliðarlínunni í ensku úrvaldsdeildinni.