fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Ödegaard dregur sig úr hópnum

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. október 2025 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal og norska landsliðsins, hefur dregið sig úr landsliðshópnum eftir að hafa meiðst á hné í sigri Arsenal gegn West Ham um helgina.

Ödegaard fór af velli eftir aðeins hálftíma leik í 2-0 sigri liðsins eftir samstuð við Crysencio Summerville. Mun hann dvelja hjá Arsenal á meðan komandi landsleikjahléi stendur og vera til skoðunar.

Þetta staðfesti félagið í dag og mun hann því missa af leikjum Noregs gegn Ísrael og Nýja-Sjálandi.

Ödegaard hefur nú verið tekinn af velli í fyrri hálfleik í þremur deildarleikjum í röð, en hann glímdi áður við axlarmeiðsli.

Auk hans eru Kai Havertz, Gabriel Jesus og Piero Hincapie einnig á meiðslalistanum hjá Arsenal.

Þó eru jákvæðari fréttir af Declan Rice, sem fór einnig meiddur af velli gegn West Ham. Hann verður með enska landsliðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Milos rekinn úr starfi

Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar