fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Martin rekinn eftir hörmulegt gengi – Gerrard gæti tekið við

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 6. október 2025 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er búið að reka Russell Martin úr stjórastarfinu hjá Rangers og Steven Gerrard gæti tekið við á nýjan leik.

Martin tók við í sumar en var í gær rekinn eftir hörmulega byrjun á leiktíðinni. Rangers er í áttunda sæti með 8 stig eftir sjö leiki, 11 stigum frá toppliði Hearts.

Það er því búið að reka hann og samkvæmt The Guardian kemur vel til greina að Gerrard taki við.

Hann þekkir vel til hjá Rangers og stýrði liðinu til Skotlandsmeistaratitilsins í fyrsta sinn í tíu ár vorið 2021.

Síðan hefur Gerrard stýrt Aston Villa og Al-Ettifaq en er frjáls ferða sinna eins og er. Hann er vinsæll meðal stuðningsmanna Rangers.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Milos rekinn úr starfi

Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar