fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Carragher sendir pillu á Arne Slot og segir þetta vera að

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 6. október 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher hefur enn á ný gagnrýnt Arne Slot og leikstíl Liverpool, eftir þriðja tap liðsins á einni viku að þessu sinni 2-1 gegn Chelsea á Stamford Bridge.

Fyrrum varnarmaðurinn hefur talað um að liðið líti út eins og körfuboltalið, með leik sem fer bara fram og til baka og hann segir þetta nú orðinn stóran veikleika sem sé að kosta þá dýrmæt stig.

„Ég gagnrýndi Liverpool fyrir að líta út eins og körfuboltalið og það er nákvæmlega það sem var að gerast aftur hér. Þeir ráða ekki við leikinn,“ sagði Carragher í Super Sunday Extra Time á Sky Sports.

„Þetta er leikur sem Liverpool átti að stjórna, sérstaklega miðað við allar breytingarnar hjá Chelsea.“

Chelsea var með þunnskipaðan varnarlínu og missti bæði Benoit Badiashile og Josh Acheampong útaf meiddir í seinni hálfleik. Engu að síður tókst þeim að spila sig í gegnum Liverpool trekk í trekk.

Carragher greindi sigurmark Estevao og sagði. „Þegar boltinn fór yfir, þá var vinstri kantmaður Liverpool fyrir aftan eigin bakvörð. Andy Robertson, sem er mjög reyndur leikmaður, var ekki nægilega klókur í þeirri stöðu.“

„Það er alltof auðvelt að spila í gegnum Liverpool núna. Þetta var leikur sem þeir áttu að vinna, sérstaklega eftir að hafa jafnað í 1-1.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Milos rekinn úr starfi

Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar