fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Netverjar trúa því ekki að þetta sé móðir nýjustu stjörnunnar – „Hún lítur út fyrir að vera um tvítugt“

433
Mánudaginn 6. október 2025 21:30

Móðir markvarðarins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stuðningsmenn á samfélagsmiðlum hafa verið í hálfgerðu áfalli eftir að móðir nýjustu stjörnu Meistaradeildarinnar, Sherhan Kalmurza, steig fram á netinu.

Kalmurza, aðeins 18 ára gamall markvörður Kairat Almaty, mætti Real Madrid í síðustu viku. Þrátt fyrir að hafa fengið á sig fimm mörk þar af þrennu frá Kylian Mbappé, vakti hann athygli, þó ekki eingöngu fyrir frammistöðuna.

Móðir hans, Saule Rabayeva, birti tilfinningaþrunginn stuðningspóst á samfélagsmiðlum. „Þú ert bestur, sonur minn! Ég er svo stolt. Þú gerðir allt sem þú gast. Fyrir mér ert þú sterkastur. Fram undan eru miklir möguleikar. Ekki gefast upp. Ég er alltaf með þér og trúi á þig.“

Sherhan Kalmurza
Getty Images

Það sem vakti þó hvað mesta athygli var útlit Rabayeva margir héldu að hún væri systir markvarðarins. „Bíddu aðeins – er þetta móðirin? Haha,“ skrifaði einn.

Annar sagði: „Það er engin leið að þetta sé móðir hans.“

„Hún lítur út fyrir að vera um tvítugt, og hann er 18 ára,“ bætti þriðji við.

Rabayeva hefur nú orðið nokkurs konar áhrifavaldur með nærri 40 þúsund fylgjendur á Instagram.

Kalmurza er aðeins þriðji yngsti markvörður Meistaradeildarsögunnar og þrátt fyrir níu mörk í tveimur leikjum hefur hann varið ellefu skot. aðeins tveir hafa varið fleiri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Milos rekinn úr starfi

Milos rekinn úr starfi
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar