fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
433Sport

Segir þetta sanna ótrúlegt hugarfar Gylfa – Eigi nokkra milljarða en gerði allt til þess að afreka þetta

433
Mánudaginn 6. október 2025 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjörvar Hafliðason stjórnandi Dr. Football segir það segja mikið um hugarfar Gylfa Þórs Sigurðssonar að hann hafi viljað gera allt til að fara í Víking, læti voru í kringum félagaskipti hans frá Val til Víkings í febrúar.

Gylfi varð Íslandsmeistari með Víkingi í gær en þetta var fyrsti titill hans á ferlinum. Gylfi lék í eitt ár með Val en vildi burt frá félaginu í febrúar og fékk það í gegn eftir mikil læti.

„Það var þessi ákvörðun Gylfa að gera allt vitlaust á Hlíðarenda í febrúar, það má sanni segja að hann hafi valið rétt Hann er búinn að vera langbesti leikmaður deildarinnar síðasta mánuðinn þar sem þeir vinna deildina, langbestur gegn FH,“ sagði Hjörvar Hafliðason um Gylfa í þætti sínum í gær.

„Gylfi að eiga frábært tímabil.“

Gylfi vildi fara frá Val, hann gat farið í Breiðablik og Víkings og valdi það síðarnefnda. „Þegar hann og hans teymi völdu á milli Vals, Breiðabliks og Víkings. Þá völdu þeir rétt.“

Ljóst er að Gylfi hefur þénað vel á mögnuðum ferli sínum og segir Hjörvar hugarfar hans samt aldrei breytast. „Pældu í biluninni að eiga 6 eða 7 milljarða, og vilja ekkert meira en að vinna Íslandsmeistaratitilinn. Hann hættir aldrei.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér

Myndband náðist þegar lögreglan skarst í leikinn – Grunaði maka sinn um framhjáhald og hafði rétt fyrir sér
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn

Rooney talar um ömurleg kaup United í gegnum árin og nefnir þrjú nöfn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United

Nefnir þrjá leikmenn sem hafa hjálpað til við að rétta við gengi United
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham

Tyrkirnir hafa áhuga á ólátabelg Tottenham
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík

Eiður Aron fylgir Davíði Smára í Njarðvík
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta

Fljótasti maður sögunnar grátbiður Ferdinand að tala við leikmenn United um þetta
433Sport
Í gær

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool

Robertson opnar sig um hugsanleg endalok hjá Liverpool
433Sport
Í gær

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona

Messi og fjölskylda þrá að flytja aftur til Barcelona