Íbúa í Norðurbæ Hafnarfjarðar brá í brún þegar hann sá ófögnuð við niðurfall við heimili sitt. Mikið magn af mannaskít sem hafði verið sturtað niður í ræsið.
„Hafið þið orðið vör við að verið er að losa ferðaklósett ofan í niðurföll fyrir utan heimilin ykkar?“ spyr íbúi í Norðurbænum í íbúagrúbbu hverfisins á Facebook.
Birti hann mynd sem sýnir þá ókræsilegu sjón sem við honum blasti. Það er við niðurfallið við ruslatunnurnar var búið að sturta miklu magni mannaskíts, og ekki allt saman farið niður í ræsið.
„Sterkur grunur um að það hafi verið gert fyrir utan eina blokkina og langaði að ath hvort fleiri hafi lent í þessu,“ spyr hann.
Eins og bent er á á heimasíður Umhverfisstofnunar má aðeins losa ferðaklósett á sérstökum losunarstöðum.
Aldrei má nota ferksvatnsslöngu til að skoða salernið eða niðurfall. Hanska og spritt á að nota til að koma í veg fyrir bakteríusmit sem og vistvæn og lífbrjótanleg hreinsiefni.
„Ferðasalerni eru eingöngu fyrir piss, kúk og klósettpappír. Mikilvægt er að nota eingöngu klósettpappír sem er ætlaður ferðasalernum,“ segir á síðunni.