fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Svona virkar klásúlan í samningi Kane næsta sumar

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. september 2025 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Kane má fara frá Bayern Munchen næsta sumar fyrir ákveðna upphæð, en með vissum skilyrðum. Þýska blaðið Bild fjallar um málið.

Hinn 32 ára gamli Kane heldur áfram að raða inn mörkum og fer hann frábærlega af stað með Bayern á sinni þriðju leiktíð eftir komuna frá uppeldisfélaginu Tottenham.

Þrátt fyrir það hefur Kane verið orðaður við brottför undanfarið, til að mynda aftur í ensku úrvalsdeildina. Hann er einmitt fáanlegur á sanngjörnu verði næsta sumar.

Það er nefnilega klásúla í samningi framherjans sem gildir næsta sumar og gerir honum kleift að fara á 57 milljónir punda, ári áður en samningur hans rennur út.

Málið er þó ekki svo einfalt, heldur þarf Kane að láta Bayern vita af áhuga sínum á að fara með hálfs árs fyrirvara, eða fyrir næstu áramót.

Kane hefur verið orðaður við endurkomu til Tottenham, Barcelona og fleiri áfangastaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Viðar Örn sagður skrifa undir á næstu dögum – „Held að Heimir geti alveg blásið lífi í hann“

Viðar Örn sagður skrifa undir á næstu dögum – „Held að Heimir geti alveg blásið lífi í hann“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fékk skilaboð um að hann geti gleymt því að fara frá United í janúar

Fékk skilaboð um að hann geti gleymt því að fara frá United í janúar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið