fbpx
Mánudagur 22.september 2025
433Sport

Talið tímaspursmál hvenær verður tekið í gikkinn – Hver verður eftirmaður Potter?

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. september 2025 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sæti Graham Potter í stjórastól West Ham er orðið ansi heitt eftir afleita byrjun á leiktíðinni.

West Ham hefur tapað fjórum af fimm leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni og er í næstneðsta sæti deildarinnar. Það er talið tímaspursmál hvenær Potter verður látinn taka poka sinn.

Þá er spurning hver tekur við. The Times segir fulltrúa West Ham þegar hafa tekið stöðuna á Nuno Espirito Santo, sem var rekinn frá Nottingham Forest á dögunum.

Þá orðar BBC Slaven Bilic óvænt við stöðuna. Yrði hann að öllum líkindum hugsaður sem kostur til skamms tíma, en hann náði fínum árangri sem stjóri West Ham frá 2015 til 2017. Bilic hefur einnig stýrt WBA og Watford á Englandi, en hann var síðast að störfum í Sádi-Arabíu.

Menn eins og Gary O’Neill, Sean Dyche og Michael Carrick eru þá einnig orðaðir við stöðuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ótrúlegt hrun á Ísafirði – Verra á nokkrum vikum en þremur mánuðum þar á undan

Ótrúlegt hrun á Ísafirði – Verra á nokkrum vikum en þremur mánuðum þar á undan
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“

Brotnaði niður í beinni er hún ræddi fyrrum yfirmanninn sem féll frá um helgina – „Ég er viss um að hann væri stoltur“
433Sport
Í gær

Jóhann botnar ekki í fólki sem tuðar yfir þessu – „Hef aldrei skilið þessa umræðu“

Jóhann botnar ekki í fólki sem tuðar yfir þessu – „Hef aldrei skilið þessa umræðu“
433Sport
Í gær

Rýndu í umdeild orð formannsins í Vesturbænum: Telur að menn hafi ekki séð svo slæma stöðu fyrir – „Færð bara skrýtin ummæli á þessum tímapunkti“

Rýndu í umdeild orð formannsins í Vesturbænum: Telur að menn hafi ekki séð svo slæma stöðu fyrir – „Færð bara skrýtin ummæli á þessum tímapunkti“