fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Mourinho hélt að hann fengi annað starf

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 22. september 2025 12:00

Jose Mourinho

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnugoðsögnin Jose Mourinho segir það hafa komið sér á óvart að fá stjórastarfið hjá Benfica á þessum tímapunkti.

Mourinho var ráðinn stjóri Benfica á dögunum eftir brottrekstur Bruno Lage. Sjálfur hafði Mourinho verið rekinn úr stjórastarfinu hjá Fenerbahce í Tyrklandi skömmu áður.

„Ef ég á að vera hreinskilinn þá bjóst ég við að snúa aftur til Portúgal, en til að taka við landsliðinu,“ segir Mourinho.

„Mér hefur áður verið boðið að taka við landsliðinu en á þeim tíma gat ég ekki samþykkt það. Mér myndi finnast það eðlilegt eftir ferilinn sem ég hef átt að þjálfa landsliðið. En endurkoman til Portúgal verður hjá Benfica, risastóru félagi.“

Mourinho stýrði Benfica um stutt skeið í kringum aldamótin og gerði svo auðvitað garðinn frægan með Porto einnig í heimalandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Viðar Örn sagður skrifa undir á næstu dögum – „Held að Heimir geti alveg blásið lífi í hann“

Viðar Örn sagður skrifa undir á næstu dögum – „Held að Heimir geti alveg blásið lífi í hann“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fékk skilaboð um að hann geti gleymt því að fara frá United í janúar

Fékk skilaboð um að hann geti gleymt því að fara frá United í janúar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið