Nokkur félög á Englandi vilja Conor Gallagher aftur í deildina en hann er staðráðinn í að berjast fyrir sæti sínu hjá spænska stórliðinu Atletico Madrid.
Football Insider segir frá þessu, en enski miðjumaðurinn er á sínu öðru tímabili í spænsku höfuðborginni eftir komuna frá Chelsea í fyrra.
Gallagher hefur þó ekki tekist að festa sig í sessi í byrjunarliði Atletico og hefur hann því verið orðaður við endurkomu til Englands.
Crystal Palace, Tottenham og Manchester United eru öll sögð áhugasöm um að fá hann í janúar en kappinn vill ekki færa sig um set á miðju tímabili.
Þó svo að HM sé næsta sumar vill Gallagher berjast fyrir því að verða fastamaður hjá Atletico, allavega út þessa leiktíð.