fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Biðja Bellingham að létta sig og taka af sér vöðva

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 22. september 2025 19:30

Bellingham á leiknum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jude Bellingham er kominn aftur á völlinn og það með nýja líkamsbyggingu sem á að gera hann enn erfiðari viðureignar fyrir andstæðinga bæði á Spáni og í Evrópu.

Enska landsliðsstjarnan hefur farið í gegnum umfangsmiklar breytingar í sumar. Hann hefur lést og mýkst í hreyfingum, breytingar sem eiga að gera honum kleift að pressa meira og losa sig auðveldlega úr erfiðum aðstæðum með boltann.

Bellingham lék sínar fyrstu mínútur á tímabilinu á laugardag, þegar hann kom inn á sem varamaður í 2-0 sigri Real Madrid á Espanyol í La Liga.

Bellingham fór í aðgerð á öxl í júlí eftir að hafa spilað meiddur frá því í nóvember 2023. Hann hefur verið frá keppni síðan og sést nú með áberandi ör á öxlinni eftir aðgerðina.

Samkvæmt spænska miðlinum AS fékk Bellingham það verkefni frá lækna- og þjálfarateymi Real Madrid að byggja upp vöðvamassa í kringum öxlina til að verja hana og koma í veg fyrir að hún fær aftur úr lið.

Nú hefur félagið hins vegar breytt um stefnu. Bellingham hefur verið beðinn um að hrista af sér vöðvamassann og verða kvikari í hreyfingum, svo hann geti betur passað inn í hápressuleikskipulag Xabi Alonso, sem hefur komið inn með mikla orku og hraða í taktík sína.

Bellingham er sagður afar spenntur fyrir breyttu hlutverk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Viðar Örn sagður skrifa undir á næstu dögum – „Held að Heimir geti alveg blásið lífi í hann“

Viðar Örn sagður skrifa undir á næstu dögum – „Held að Heimir geti alveg blásið lífi í hann“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fékk skilaboð um að hann geti gleymt því að fara frá United í janúar

Fékk skilaboð um að hann geti gleymt því að fara frá United í janúar
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi

Eigendur Liverpool hætta við kaup á stóru spænsku félagi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið