Jude Bellingham er kominn aftur á völlinn og það með nýja líkamsbyggingu sem á að gera hann enn erfiðari viðureignar fyrir andstæðinga bæði á Spáni og í Evrópu.
Enska landsliðsstjarnan hefur farið í gegnum umfangsmiklar breytingar í sumar. Hann hefur lést og mýkst í hreyfingum, breytingar sem eiga að gera honum kleift að pressa meira og losa sig auðveldlega úr erfiðum aðstæðum með boltann.
Bellingham lék sínar fyrstu mínútur á tímabilinu á laugardag, þegar hann kom inn á sem varamaður í 2-0 sigri Real Madrid á Espanyol í La Liga.
Bellingham fór í aðgerð á öxl í júlí eftir að hafa spilað meiddur frá því í nóvember 2023. Hann hefur verið frá keppni síðan og sést nú með áberandi ör á öxlinni eftir aðgerðina.
Samkvæmt spænska miðlinum AS fékk Bellingham það verkefni frá lækna- og þjálfarateymi Real Madrid að byggja upp vöðvamassa í kringum öxlina til að verja hana og koma í veg fyrir að hún fær aftur úr lið.
Nú hefur félagið hins vegar breytt um stefnu. Bellingham hefur verið beðinn um að hrista af sér vöðvamassann og verða kvikari í hreyfingum, svo hann geti betur passað inn í hápressuleikskipulag Xabi Alonso, sem hefur komið inn með mikla orku og hraða í taktík sína.
Bellingham er sagður afar spenntur fyrir breyttu hlutverk.