Marc Guehi vill frekar ganga í raðir Real Madrid en Liverpool næsta sumar samkvæmt enska miðlinum Mirror.
Miðvörðurinn var hársbreidd frá því að ganga í raðir Liverpool frá Crystal Palace á lokadegi félagaskiptagluggans. Samkomulag um 35 milljóna punda skipti voru í höfn áður en félag hans hætti við.
Samningur Guehi rennur út næsta sumar og ætlar Liverpool sér að fá hann frítt þá en nú er Real Madrid komið í kapphlaupið. Félagið er þekkt fyrir að lokka samningslausa leikmenn til sín.
Real Madrid hefur það þá fram yfir Liverpool að leikmaðurinn má formlega semja við félög utan Englands frá og með 1. janúar um að ganga frítt í raðir þeirra þegar samningurinn rennur út.