Vonir Marcus Rashford um að gera lánsdvöl sína hjá Barcelona varanlega hafa fengið skell eftir að nýjar reglur LaLiga um launaþak voru kynntar.
Katalónska félagið hefur orðið fyrir miklum niðurskurði á launaheimild sinni – hún hefur verið skorin niður um nærri 100 milljónir punda samkvæmt nýjustu opinberu tölum.
Rashford, sem kom á láni frá Manchester United, hefur farið á kostum í spænsku deildinni og vakti mikla athygli í vikunni þegar hann skoraði tvö mörk í Meistaradeildarsigrinum gegn Newcastle á Englandi.
Þrátt fyrir frábæra byrjun Rashford í spænsku höfuðborginni, stendur Barcelona nú frammi fyrir miklum fjárhagslegum takmörkunum sem gætu hindrað félagið í að gera stór kaup í nánustu framtíð.
Samkvæmt fjölmiðlum á Spáni tilkynnti LaLiga á föstudag að hámark launakostnaðar Barcelona fyrir tímabilið 2025–26 hafi verið lækkað úr 463 milljónum evra í 351 milljón evra, eða um 112 milljón evra skerðingu.
Launaþakið takmarkar hversu mikið félög mega eyða í laun og rekstur leikmannahópsins. Ef félag fer yfir þakið mun LaLiga ekki skrá nýja leikmenn til þátttöku í opinberum keppnum.