fbpx
Laugardagur 20.september 2025
433Sport

Högg í maga Rashford eftir góða frammistöðu

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 20. september 2025 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vonir Marcus Rashford um að gera lánsdvöl sína hjá Barcelona varanlega hafa fengið skell eftir að nýjar reglur LaLiga um launaþak voru kynntar.

Katalónska félagið hefur orðið fyrir miklum niðurskurði á launaheimild sinni – hún hefur verið skorin niður um nærri 100 milljónir punda samkvæmt nýjustu opinberu tölum.

Rashford, sem kom á láni frá Manchester United, hefur farið á kostum í spænsku deildinni og vakti mikla athygli í vikunni þegar hann skoraði tvö mörk í Meistaradeildarsigrinum gegn Newcastle á Englandi.

Þrátt fyrir frábæra byrjun Rashford í spænsku höfuðborginni, stendur Barcelona nú frammi fyrir miklum fjárhagslegum takmörkunum sem gætu hindrað félagið í að gera stór kaup í nánustu framtíð.

Samkvæmt fjölmiðlum á Spáni tilkynnti LaLiga á föstudag að hámark launakostnaðar Barcelona fyrir tímabilið 2025–26 hafi verið lækkað úr 463 milljónum evra í 351 milljón evra, eða um 112 milljón evra skerðingu.

Launaþakið takmarkar hversu mikið félög mega eyða í laun og rekstur leikmannahópsins. Ef félag fer yfir þakið mun LaLiga ekki skrá nýja leikmenn til þátttöku í opinberum keppnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United

Rashford vill ekki snúa aftur til Manchester United
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd

Er arftaki Lewandowski á Ítalíu? – Einnig áhugi í Manchester og Madríd
433Sport
Í gær

Óvænt klásúla í samningi Mourinho

Óvænt klásúla í samningi Mourinho
433Sport
Í gær

Óvæntar breytingar á bak við tjöldin hjá Arsenal – Lykilmaður hverfur á braut

Óvæntar breytingar á bak við tjöldin hjá Arsenal – Lykilmaður hverfur á braut