fbpx
Föstudagur 19.september 2025
433Sport

Fór að ferðast til að halda sér gangandi í sorginni – „Að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 19. september 2025 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sir Alex Ferguson hefur opinberað að hann hafi átt erfitt með að yfirgefa húsið eftir að eiginkona hans til nær 60 ára, Lady Cathy, lést í október fyrir tveimur árum.

Cathy Ferguson lést þann 5. október 2023, 84 ára að aldri. Hún og Sir Alex voru gift í 57 ár og áttu saman þrjú börn og tólf barnabörn.

Hún var hans stoð og stytta, að eigin sögn, og hjúkraði honum eftir heilablóðfall hans árið 2018, fimm árum eftir að hann lét af störfum sem stjóri Manchester United.

Ferguson segir frá því að sorgin hafi haft djúp áhrif. „Eftir að eiginkona mín lést sat ég mikið heima. Ég flutti út í sveit, við hliðina á syni mínum, en það dugði ekki að horfa bara á sjónvarpið,“ sagði hann í viðtali við BBC.

„Ég ákvað að ferðast, fór til Sádi-Arabíu, Hong Kong og Barein. Maður verður að halda sér virkum. Það að vinna með fólki með heilabilun hefur líka hjálpað mér, það veitir mér tilgang.“

Ferguson seldi lúxusheimili sitt í Cheshire fyrir 3,25 milljónir punda í apríl í fyrra og flutti í nýtt hús í rólegu þorpi, í nágrenni við son sinn Darren Ferguson, sem er einnig knattspyrnustjóri.

Lady Cathy er víða talin hafa átt lykilhlutverk í velgengni Fergusons, sem stýrði Manchester United til 13 Englandsmeistaratitla og gerði félagið að stórveldi í enskri knattspyrnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fylgjast með hvort Chelsea brjóti á réttindum leikmanna

Fylgjast með hvort Chelsea brjóti á réttindum leikmanna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Emil ræddi um vin sinn sem fékk ekki þá athygli sem hann átti skilið – „Góður strákur, hann er smá feimin og til baka“

Emil ræddi um vin sinn sem fékk ekki þá athygli sem hann átti skilið – „Góður strákur, hann er smá feimin og til baka“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Haaland tjáir sig um Grealish – Segist sakna hans á hverjum degi

Haaland tjáir sig um Grealish – Segist sakna hans á hverjum degi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu seinna mark Rashford í kvöld – Gjörsamlega geggjað skot

Sjáðu seinna mark Rashford í kvöld – Gjörsamlega geggjað skot
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Réttarhöldum vegna andláts Sala frestað – Vilja 17 milljarða í bætur

Réttarhöldum vegna andláts Sala frestað – Vilja 17 milljarða í bætur
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Carragher veður í eigendur Chelsea og bendir á þessa hluti

Carragher veður í eigendur Chelsea og bendir á þessa hluti
433Sport
Í gær

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu
433Sport
Í gær

Mögnuð tölfræði Van Dijk hjá Liverpool

Mögnuð tölfræði Van Dijk hjá Liverpool