Samkvæmt frétt ESPN í Bandaríkjunum er Lionel Messi á barmi þess að skrifa undir nýjan samning við Inter Miami.
Messi kom til félagsins árið 2023 en samningur hans við félagið rennur út í lok árs.
Sagt er að Messi muni skrifa undir nokkura ára samning en hann er 38 ára gamall.
Messi mun ljúka ferli sínum með landsliði Argentínu næsta sumar þegar liðið tekur þátt í Heimsmeistaramótinu sem meðal annars fer fram í Bandaríkjunum.
Messi hefur átt magnaðan feril og var um langt skeið besti leikmaður heims.