Jose Mourinho getur rift samningi sínum við Benfica næsta sumar, félagið getur einnig sparkað honum út ef áhugi er fyrir hendi.
Mourinho sem er 62 ára gamall skrifaði í gær undir tveggja og hálfs árs samning við félagið.
Báðir aðilar vildu hafa klásúlu um að geta slitið sambandinu næsta sumar, Mourinho gæti farið í annað starf þá.
Um er að ræða tíu daga glugga næsta sumar þar sem hægt er að rifta samningi en Mourinho var rekinn frá Fenerbache fyrir nokkrum vikum.
Mourinho hóf stjóraferil sinn hjá Benfica fyrir 25 árum síðan en hann snýr nú aftur heim eftir ótrúlegan feril.