Bruno Guimaraes, miðjumaður Newcastle, segir að félagið megi ekki halda áfram að selja sína bestu leikmenn eftir brotthvarf Alexander Isak.
Eins og flestir vita fór Isak til Liverpool í sumar og varð dýrasti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Mikið fjaðrafok varð í kringum skiptin og er sænski framherjinn afar illa liðinu í Newcastle eftir þau.
„Ég geri mér grein fyrir að það eru fjárhagsreglur og veit ekki hvort þær spiluðu inn í,“ segir Guimaraes um félagaskiptin í aðdraganda leiksins við Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld.
„En við getum ekki misst okkar bestu leikmenn ef við viljum ná árangri. Við þurfum að styrkja hópinn okkar og félagið gerði mjög vel í því í sumar.“
Newcastle vann sinn fyrsta stóra titil í 70 ár er liðið lyfti enska deildabikarnum á síðustu leiktíð en Guimaraes vill enn meira.
„Mig langar að vinna titla, að skrifa söguna hjá þessu félagi. Við höfum nú komst í Meistaradeildina tvisvar á þremur árum og það er magnað fyrir okkur. Við þurfum að halda áfram, það er mikil vinna framundan.“