Kerem Bulut, fyrrum sóknarmaður Western Sydney Wanderers og einu sinni talinn einn efnilegasti leikmaður Ástralíu, gæti losnað úr fangelsi í næsta mánuði eftir að hafa setið inni síðustu tvö ár vegna röð afbrota og fíkniefnaneyslu.
Bulut, sem er 33 ára í dag, glataði fótboltaferlinum eftir að hann féll á kókaínprófi árið 2018 og hefur síðan þá átt í erfiðleikum með að fara eftir lögum og reglum. Hann hefur verið ákærður undir ýmsum afbrigðum nafns síns og sætt ákæru í fjölmörgum málum í dómstólum í Sydney.
Í nýjustu málsmeðferðinni játaði Bulut sök í tengslum við rán og líkamsárás sem átti sér stað í ágúst 2023, þegar hann og þáverandi kærasta hans beittu mann ofbeldi og rændu hann í íbúð í Sydney.
Fórnarlambið, 37 ára karlmaður, hafði verið blekktur í gegnum dulkóðað skilaboðakerfi og lokkaður í meint partý en var þar beittur hótunum og barsmíðum. Bulut og félagar stálu síma hans, peningum, lúxusfatnaði og öðrum verðmætum.
Kærasta Bulut, Angel Mounce-Stephens, lést skömmu síðar af völdum ofskömmtunar á heróíni sem hún hélt að væri kókaín.
Þrátt fyrir lofandi byrjun á ferlinum með landsliðinu og í A-deildinni hefur líf Bulut snúist upp í martröð og margir telja hann nú táknmynd glataðra tækifæra.