fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Carragher veður í eigendur Chelsea og bendir á þessa hluti

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 18. september 2025 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jamie Carragher, fyrrum leikmaður Liverpool og núverandi sparkspekingur hjá CBS Sport, hefur vakið athygli fyrir gagnrýni sína á Chelsea og eigendurna undir forystu Todd Boehly, en hann segir félagið hafa dregist aftur úr síðan nýir eigendur tóku við.

Chelsea mætti í Meistaradeild Evrópu á ný í vikunni, eftir tveggja ára fjarveru, en þetta gerðist þrátt fyrir að félagið hafi eytt um 1,5 milljarði punda í leikmannakaup síðan Boehly og félagar tóku við.

Carragher vill þó ekki meina að þessi fjárfesting hafi skilað árangri og telur að staða Chelsea sé jafnvel verri en áður.

„Við getum ekki talað um að þetta hafi verið árangur síðustu þrjú og hálfa árið,“ sagði Carragher í útsendingu hjá CBS Sport.

„Þeir tóku við félagi þar sem Thomas Tuchel var stjóri, maður sem hafði unnið Meistaradeildina með Chelsea. Á þeim tíma voru Manchester City og Liverpool líklega bestu lið heims. Real Madrid og Chelsea voru þá þau lið sem næst kom þeim, ekki Arsenal, ekki Manchester United.“

„Svo reka þeir þann stjóra, taka lið sem var að keppa við þau bestu, og eyða tveimur milljörðum punda. Þeir eru ekkert nær því að keppa við þau bestu, í rauninni eru þeir lengra frá því núna heldur en þegar Tuchel var við stjórnvölinn.“

Chelsea vann þó bæði Sambandsdeild Evrópu og Heimsmeistarakeppni félagsliða á síðasta tímabili undir stjórn Enzo Maresca, sem margir telja vera að leggja grunn að betri tíma hjá félaginu. Carragher telur það hins vegar ekki nægilegt til að tala um árangur, í ljósi þess hversu sterkt liðið var þegar nýir eigendur tóku við.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Messi að skrifa undir
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu

Samningurinn fer senn að renna út – Áhugi frá heimalandinu og Ítalíu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ungur leikmaður Manchester United reynir að komast á Arabíuskaga

Ungur leikmaður Manchester United reynir að komast á Arabíuskaga
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki

Strákarnir okkar standa í stað eftir tvo frábæra leiki
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Spænska ríkisstjórnin skoðar það að sniðganga HM

Spænska ríkisstjórnin skoðar það að sniðganga HM
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu átök Simeone við stuðningsmann Liverpool – Kallar eftir refsingu en stuðningsmaðurinn tjáir sig

Sjáðu átök Simeone við stuðningsmann Liverpool – Kallar eftir refsingu en stuðningsmaðurinn tjáir sig
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn

Fyrrum þjálfari hjá United með ráð – Segir þetta augljósa kostinn verði Amorim rekinn
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Dramatík í Kórnum – Öll mörk komu í seinni hálfleik í sjö marka leik

Dramatík í Kórnum – Öll mörk komu í seinni hálfleik í sjö marka leik
433Sport
Í gær

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt
433Sport
Í gær

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu