fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Boðar hallarbyltingu í Smáranum á næsta ári – Segir að framboð í fyrra hafi verið dæmd ógild

433
Miðvikudaginn 17. september 2025 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristján Óli Sigurðsson fyrrum kantmaður Breiðabliks boðar hallarbyltingu í félaginu á næsta aðalfundi félagsins sem fram fer í upphafi nýs árs. Kristján ræddi málið í Þungavigtinni í dag.

Mikil umræða hefur átt sér stað um stöðuna hjá Breiðabliks vegna gengi karlaliðsins undanfarnar vikur í Bestu deild karla. Kristján segir breytinga þörf.

Þrátt fyrir slæmt gengi í deildinni hefur Breiðablik tryggt sér sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar sem færir félaginu 500 milljónir í vasann.

Meira:
Hrafnkell reiður og kallar eftir því að Halldór verði rekinn úr Kópavoginum – „Þetta er orðið svo þreytt“

„Maður heyrir sögur að nú eftir áramót þegar aðalfundur fer fram að það eigi að vera hallarbylting og sópa allri stjórninni út,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason í Þungavigtinni.

Kristján segir að reynt hafi verið að gera breytingar í fyrra en framboðin dæmd ógild. Þá ætluðu fyrrum leikmenn félagsins að koma sér í stjórnina, þeir gætu reynt aftur á næsta ári.

„Það var reynt í fyrra en framboðum var skilað inn einni mínútu of seint, því var framboðið ekki tekið gilt. Það verður blásið í herlúðra að gera þetta af viti,“ segir Kristján um málið.

Breiðablik er í hættu á að ná ekki Evrópusæti í karlaboltanum en kvennalið félagsins varð bikarmeistari á dögunum og er á barmi þess að verða Íslandsmeistari.

„Þetta verður fólk sem þekkir fótbolta en ekki viðskiptamenn, það verður auðvelt að spyrna sér af botninum. Breiðablik var síðast ekki í Evrópu árið 2018, þeir hafa átt öruggt sæti þar síðustu ár,“ segir Kristján Óli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmenn United sagðir missa trúna á kerfi Amorim – Stjórnin telur úrslitin ekki fylgja frammistöðum

Leikmenn United sagðir missa trúna á kerfi Amorim – Stjórnin telur úrslitin ekki fylgja frammistöðum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Útskýrir nýja nálgun sína á leikdegi – Segir að þetta sé allt annað líf

Útskýrir nýja nálgun sína á leikdegi – Segir að þetta sé allt annað líf
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Varamennirnir hetjur Arsenal á Spáni

Varamennirnir hetjur Arsenal á Spáni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Í gær

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Í gær

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði