fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Svona ætti staðan að vera í Bestu deildinni miðað við tölfræði – Stjarnan væri þá í fallbaráttu en KR og Afturelding í góðum málum

433
Miðvikudaginn 17. september 2025 11:29

Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjarnan er með tæplega fjórtán stigum meira en tölfræðin í leiknum fagra gerir ráð fyrir. Stjarnan hefur sótt 40 stig í Bestu deildinni til þessa en miðað við tölfræðina ættu stigin að vera rúmlega 26 og Stjarnan í fallbaráttu.

Stjarnan er komið í titilbaráttu eftir að hafa unnið fimm leiki í röð en gríðarleg seigla í liðinu hefur skilað liðinu þangað.

Tölfræðin er reiknuð út frá XG tölfræði, það sem þú skapar og það sem þú færð á þig.

Besta deildin Stjarnan
Mynd: DV/KSJ

Víkingur sem er með 42 stig í deildinni er nánast á pari miðað við það og er með bestu XG tölfræðina í deildinni. Valur er á svipuðu reiki.

FH ætti miðað við tölfræði að vera með 37 stig en hefur aðeins náð í 30 stig, liðið er því ekki að nýta færin sín og hleypir inn of auðveldum mörkum.

Magnús Már og félagar ættu að vera með miklu fleiri stig en raun ber vitni.

KR sem er í harðri fallbaráttu ætti að vera með 34 stig miðað við tölfræði en er með tíu stigum minna í raun og veru. Afturelding sem situr á botni deildarinnar ætti að vera í góðri stöðu með sjö stigum meira.

Vestri hefur náð í tíu stigum meira en tölfræðin gerir ráð fyrir, tölfræðin gerir ráð fyrir því að Vestri eigi að vera á botni deildarinnar. Taflan með væntum stigum og raunveruleg tafla er hér að neðan.

Vænt stig miðað við tölfræði:
Víkingur – 39,9
Valur – 39,1
FH – 37
KR – 34
KA – 33,8
Breiðablik – 32,2
Afturelding – 28,3
Fram – 27,6
ÍBV – 26,3
Stjarnan – 26,2
ÍA – 24,8
Vestri – 18,4

Mynd: DV/KSJ

Svona er taflan:
Víkingur – 42
Valur – 40
Stjarnan – 30
Breiðablik – 34
FH – 30
Fram – 29
ÍBV – 29
KA – 29
Vestri – 27
KR – 24
ÍA – 22
Afturelding – 21

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“

Væri til í hliðarraunveruleika til að ræða við Óskar Hrafn um Óskar Hrafn – „Þegar þeir verða litlir þá verð ég lítill í mér“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga

Ten Hag hafnaði nýju starfi – Hefði kostað hann mikla peninga
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott

Sjáðu hræðileg mistök Hákons gegn Aston Villa í kvöld – Var reiður út í sjálfan sig eftir mark Harvey Elliott
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Telur það glæpsamlegt ef United skoðaði þetta ekki í sumar

Telur það glæpsamlegt ef United skoðaði þetta ekki í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Umspilið í Lengjudeildinni hefst á morgun – Svona raðast þetta

Umspilið í Lengjudeildinni hefst á morgun – Svona raðast þetta