Kash Patel, yfirmaður FBI í Bandaríkjunum mætti fyrir þingnefnd í gær og svaraði fyrir hin ýmsu mál en spjótin hafa beinst að honum undanfarið. Bindið sem Patel valdi vekur mikla athygli.
Patel mætti í þingsal og var með Liverpool bindi á sér.Skipun Patel á dögunum var samþykkt með naumum meirihluta í öldungadeildinni, 51 atkvæði gegn 49. Patel, sem er 45 ára gamall, ar sá fyrsti af indverskum uppruna til að leiða FBI og er jafnframt fyrsti yfirmaður stofnunarinnar í sögunni sem áður starfaði sem opinber verjandi í glæparétti.
? https://t.co/UgJ14m2g1o pic.twitter.com/r5AXwDvhjb
— 🍊 (@KPmufc) September 16, 2025
Patel hefur víðtæka reynslu úr bandarískri stjórnsýslu og réttarkerfi. Hann lauk háskólanámi frá University of Richmond og síðar lögfræðiprófi frá Pace University í New York. Áður en hann tók við embætti hjá FBI starfaði hann m.a. sem ráðgjafi í málefnum þjóðaröryggis, sem rannsakandi hjá þingnefnd og innan varnarmálaráðuneytisins.
Fjölskylda Patel á rætur að rekja til Gujaratríkis á Indlandi. Foreldrar hans flúðu ofbeldi í Úganda á valdatíma Idi Amins og settust að í Bandaríkjunum. Hann hefur sjálfur sagt að lífsreynsla fjölskyldunnar hafi mótað áherslur sínar í störfum sínum fyrir bandaríska almannahagsmuni.
Patel hefur mikið að gera í vinnunni en gleymir ekki að bera merki Liverpool með sér.