fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Yfirmaður FBI mætti og svaraði fyrir málefni í þinginu – Bindið sem hann valdi vekur mikla athygli

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 17. september 2025 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kash Patel, yfirmaður FBI í Bandaríkjunum mætti fyrir þingnefnd í gær og svaraði fyrir hin ýmsu mál en spjótin hafa beinst að honum undanfarið. Bindið sem Patel valdi vekur mikla athygli.

Patel mætti í þingsal og var með Liverpool bindi á sér.Skipun Patel á dögunum var samþykkt með naumum meirihluta í öldungadeildinni, 51 atkvæði gegn 49. Patel, sem er 45 ára gamall, ar sá fyrsti af indverskum uppruna til að leiða FBI og er jafnframt fyrsti yfirmaður stofnunarinnar í sögunni sem áður starfaði sem opinber verjandi í glæparétti.

Patel hefur víðtæka reynslu úr bandarískri stjórnsýslu og réttarkerfi. Hann lauk háskólanámi frá University of Richmond og síðar lögfræðiprófi frá Pace University í New York. Áður en hann tók við embætti hjá FBI starfaði hann m.a. sem ráðgjafi í málefnum þjóðaröryggis, sem rannsakandi hjá þingnefnd og innan varnarmálaráðuneytisins.

Fjölskylda Patel á rætur að rekja til Gujaratríkis á Indlandi. Foreldrar hans flúðu ofbeldi í Úganda á valdatíma Idi Amins og settust að í Bandaríkjunum. Hann hefur sjálfur sagt að lífsreynsla fjölskyldunnar hafi mótað áherslur sínar í störfum sínum fyrir bandaríska almannahagsmuni.

Patel hefur mikið að gera í vinnunni en gleymir ekki að bera merki Liverpool með sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmenn United sagðir missa trúna á kerfi Amorim – Stjórnin telur úrslitin ekki fylgja frammistöðum

Leikmenn United sagðir missa trúna á kerfi Amorim – Stjórnin telur úrslitin ekki fylgja frammistöðum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Útskýrir nýja nálgun sína á leikdegi – Segir að þetta sé allt annað líf

Útskýrir nýja nálgun sína á leikdegi – Segir að þetta sé allt annað líf
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Varamennirnir hetjur Arsenal á Spáni

Varamennirnir hetjur Arsenal á Spáni
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara

Fékk símtal mánuði eftir einnar nætur gaman með konu – Hótaði þessu ef ekki ætti illa að fara
433Sport
Í gær

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Í gær

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði