Thomas Partey fyrrum miðjumaður Arsenal mætti í réttarsal í dag til að svara til saka um þær sex ákærur sem lagðar hafa verið fram gegn honum.
Partey hafnar sökum í öllum málum en hann er sakaður um fimm nauðganir og ein ákæra snýst um kynferðislega áreitni.
Partey er 32 ára gamall en hann fór frá Arsenal í sumar, fjórum dögum eftir að hann yfirgaf Arsenal var hann ákærður.
Honum var sleppt lausum gegn tryggingu og samdi við Villarreal á Spáni, hann mætti fyrir dómara í London í morgun. Hann hafði í gær spilað gegn Tottenham í Meistaradeildinni.
Partey staðfesti nafn sitt við komuna og hafnaði svo allri sök í málunum. Dómari lét svo vita að réttarhöldin færu fram 2 nóvember á næsta ári.
„Vegna þess að þú ert laus gegn tryggingu og margir í fangelsi sitja og bíða eftir dómi þá eru þau í forgangi,“ sagði dómarinn.