Manchester City hafa kallað Kalvin Phillips aftur inn í leikmannahóp sinn fyrir grannaslaginn gegn Manchester United eftir að hafa verið settur út í kuldann hjá Pep Guardiola í sumar.
Phillips, 29 ára, sem áður var fastamaður í enska landsliðinu, gæti nú leikið sinn fyrsta leik fyrir City í 21 mánuð. Hann var á láni hjá Ipswich á síðasta tímabili þar sem liðið féll úr úrvalsdeildinni.
Síðasti keppnisleikur hans fyrir City kom gegn Urawa Red Diamonds í HM félagsliða þann 19. desember 2023, þegar hann kom inn á sem varamaður og lék í 13 mínútur.
Nú virðist hann fá tækifæri til að endurvekja feril sinn á Etihad eftir að hafa verið valinn í 25 manna hóp City fyrir úrvalsdeildina á tímabilinu.
Phillips var mikið orðaður við ný félög í sumar, þar sem Guardiola gaf í skyn að hann vildi minnka leikmannahópinn. Hann hefur haft lítið traust hjá Guardiola eftir að hann kom frá Leeds sumarið 2022 fyrir 45 milljónir punda.
Hann lék aðeins 12 leiki á sínu fyrsta tímabili og var svo lánaður til West Ham á síðari hluta tímabilsins 2023/24. Þar gekk honum illa.
Hann hefur dottið úr landsliðshóp Englands og náði sér aldrei almennilega á strik með Ipswich þrátt fyrir 22 leiki á síðasta tímabili.