fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fókus

Komst að því að maðurinn sem hún bjó hjá var dæmdur barnaníðingur

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 13. september 2025 09:00

Kara Guðmundsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kokkurinn og hnefaleikastjarnan Kara Guðmundsdóttir er gestur vikunnar í Fókus, viðtalsþætti DV. Saga Köru er lituð af áföllum og erfiðleikum, en þetta er líka sigursaga og vonarsaga fyrir fólk í svipuðum aðstæðum og ástvini þeirra.

Hér að neðan má lesa brot úr þættinum. Til að hlusta á hann í heild sinni smelltu hér.

Maðurinn sem kenndi henni að sprauta sig

Þegar Kara var sautján ára kynntust hún manni sem var töluvert eldri en hún. „Þessi maður kenndi mér að sprauta mig og að búa til smjörsýru,“ segir Kara.

Smjörsýra er sljóvgandi efni sem var í upphafi þróað sem svæfingarlyf en hefur verið notuð sem svokallað nauðgunarlyf um árabil.

Kara flutti inn til mannsins, sem gaf henni reglulega smjörsýru að drekka.

„Ég þurfti að passa… ég átti ekki að drekka of mikið í einu. Bara drekka svona smá og smá. Þangað til ég myndi finna fyrir einhverri vímu. Svo myndi ég bara rotast og ég veit ekkert hvað hann gerði á meðan,“ segir hún.

„Svo kenndi hann mér líka að sprauta mig, hann var að sprauta sig líka. Og hann var að „kenna“ mér að þetta væri allt rosalega „hreint“ og svona professional sko, með spritt og hanska. Hann var að segja að þetta væri hreinasta leiðin, hreinasta víman.“

Kara á þessum tíma.

Á þessum tíma hafði Kara oft fengið að heyra frá vinum og kunningjum í neyslu að hún ætti aldrei að sprauta sig, aldrei að hefja það hættulega ferðalag.

„Það voru margir sem voru að segja við mig: Aldrei sprauta þig, bara hvað sem þú gerir. Og þetta var að koma einmitt frá sprautufíklum sem voru að segja mér þetta,“ segir Kara.

„Þau vissu að ég var bara barn […] En svo kom hann með þessa söluræðu… Við sátum inni á baði og hann var tilbúinn með sprautuna, búinn að setja band um upphandleginn á mér og var að fara að sprauta mig og ég man að ég var tvístíga: „Ætti ég, nei kannski ætti ég ekki, jú ég ætla að prófa, nei ég ætla ekki.“ Ég var rosalega efins um þetta en hann tók ákvörðunina fyrir mig og bara stakk nálinni inn. Og þá kom þessi víma hratt og eftir það þá var ég seld.“

Kara Guðmundsdóttir.

Kom síðar í ljós að hann væri barnaníðingur

Sem betur fer tókst Köru að hætta í sprautuneyslu á innan við ári. Hún komst einnig undan manninum en á þeim tíma vildi hún það ekki. Eldri bróðir vinkonu hennar kom og sótti hana með valdi. Kara fékk að gista hjá þeim um tíma áður en hún fór aftur á götuna.

Kara rifjar upp þegar hún frétti næst af manninum, þá yfir fimm árum seinna og hún nýorðin edrú. „Ég sá frétt um að það er verið að kæra barnaníðing fyrir að misnota börn. Og þetta var maðurinn sem ég hafði búið hjá þegar ég var sautján ára. Hann er dæmdur barnaníðingur. Ég man að hann var að láta mig gera alls konar óþægilega hluti, bæði við sig og hann við mig. Og einmitt að láta mig drekka smjörsýru þangað til ég sofnaði […] Hann lét mig líka fara í skrýtna búninga og tók myndir.“

Kara segir að henni hafið liðið eins og hún hafi verið slegin niður þegar hún las fréttina. „Þetta er eitt af því sem ég er nýbúin að vinna úr,“ segir hún og rifjar upp atvik þegar hún bjó hjá honum sautján ára gömul. Hún kom að honum þar sem hann hafði reynt að fremja sjálfsvíg og hringdi á sjúkrabíl. Maðurinn lifði af.

„Þá fékk ég smá hugsunarskekkju. Eða ekkert smá, bara mjög alvarlega hugsunarskekkju. Af því að ég í rauninni bjargaði lífi barnaníðings og ástæðan fyrir því að hann gat misnotað börn var út af mér.“

Kara var lengi að vinna úr þessu. „Svo náttúrulega lærði ég að það eru mjög eðlileg og rétt viðbrögð að þegar við sjáum einhvern sem er að deyja, að hringja á sjúkrabíl.“

Kara á tíma sínum á götunni

Flutti inn til pars og maðurinn braut á henni

Kara var um 18-19 ára gömul þegar hún kynntist eldra pari á bar sem vissi að hún væri á götunni og bauð henni gistingu. Parið var um fertugt og segist Kara trúa því að konan hafi viljað hjálpa henni, en maðurinn hafði aðrar hvatir.

Kara flutti tímabundið inn á heimili parsins, sem átti tvö börn, um þriggja og níu ára. Þau sköffuðu Köru húsnæði, fæði og keyptu fyrir hana föt, bjór og sígarettur.

Maðurinn byrjaði kerfisbundið að brjóta Köru niður, tala niður til hennar og svo byrjaði hann að strjúka henni þegar konan hans sá ekki til. Köru fannst hún ekki geta sagt neitt því hún vildi ekki enda aftur á götunni.

„En svo þróaðist þetta. Hann var farinn að koma með einhvern bangsa sem hann var búinn að setja rakspírann sinn á og setti bangsann hjá mér og var að strjúka mér með honum þegar ég var að fara að sofa. Ég var náttúrulega alltaf blindfull, en ég man að hann gerði þetta nokkrum sinnum og ég var bara stíf, mér leið svo illa. Þetta var svo ógeðslegt,“ segir Kara.

„Þetta endaði með því að hann nauðgaði mér þegar enginn var heima. Ég var í þannig stöðu að ég varð að velja á milli þess að gista hjá þeim eða vera heimilislaus. Ég átti ekki neitt. Ég átti enga peninga, ég var ekki að vinna. Þau voru að skaffa mér allt, föt, svefnstað. Ég var líka orðin partur af fjölskyldunni, ég var með þeim og börnunum yfir jólin. Þetta setti mig í þá stöðu… þau voru að gera svo mikið fyrir mig og mér fannst ég hafa ekkert að bjóða á móti. Þannig mér fannst ég þurfa að leyfa honum að gera þetta, að ég þyrfti bara að taka þetta á mig.“

Að lokum flutti Kara út og fór aftur á götuna. Hún ræðir þetta tímabil nánar í þættinum sem má hlusta á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Fylgdu Köru á Instagram.

Sjá einnig: Kara lifði af martröð á götunni: „Ég hugsaði: Hann er að fara að drepa mig“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórunn Antonía sýnir olíuborna kviðvöðvana

Þórunn Antonía sýnir olíuborna kviðvöðvana
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinslitin við Ellen – „Eitt það sársaukafyllsta sem komið hefur fyrir mig“

Vinslitin við Ellen – „Eitt það sársaukafyllsta sem komið hefur fyrir mig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nutu sólríks dags í París þegar magnað atvik átti sér stað – Sjáðu myndbandið

Nutu sólríks dags í París þegar magnað atvik átti sér stað – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýkrýnd Ungfrú Ameríka fékk ljót viðbrögð

Nýkrýnd Ungfrú Ameríka fékk ljót viðbrögð
Fókus
Fyrir 4 dögum

Aðdáendur ringlaðir yfir breyttu útliti Jessicu Simpson

Aðdáendur ringlaðir yfir breyttu útliti Jessicu Simpson
Fókus
Fyrir 5 dögum

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“

Beggi Ólafs var ber að ofan í Central Park og lenti í óvæntu samtali – „Var ekki að búast við því að gráta þennan morguninn“