Samkvæmt enskum blöðum í dag skoðar Manchester United framtíð Harry Maguire og Luke Shaw fyrir nætsa sumar.
Maguire er 32 ára gamall og verður samningslaus næsta sumar en Shaw er þrítugur.
Ensk blöð segja það til skoðunar hjá United að fara í breytingar á varnarlínu liðsins á næstu leiktíð.
Sóknarlínu liðsins var skipt út í sumar en miðsvæðið og varnarlínan er næst á dagskrá hjá Ruben Amorim..
Maguire og Shaw hafa verið lengi hjá félaginu en óvíst er hvort framtíð þeirra verði áfram á Old Trafford.