fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Rosaleg eyðsla Liverpool en þeir borguðu bara smotterí af kaupverðinu á Wirtz og Isak í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. september 2025 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir voru hissa í sumar þegar Liverpool, sem hefur yfirleitt verið varkárt á leikmannamarkaðnum, eyddi rosalegum fjárhæðum eftir að liðið varð enskur meistari í 20. skipti á síðasta tímabil.

Alls voru 446 milljónir punda settar í leikmannakaup, sem gerir þetta að dýrasta félagaskiptaglugga í sögu félagsins. Tvö risakaup vöktu mesta athygli á Florian Wirtz og Alexander Isak.

Íþróttastjórinn Richard Hughes hóf sumargluggann með látum og tryggði sér þýska undrabarnið Wirtz frá Bayer Leverkusen fyrir 116 milljónir punda sem þá var nýtt breskt met.

Í kjölfarið komu fleiri leikmenn inn, tímabilið hófst og Liverpool náði í níu stig úr fyrstu þremur leikjum sínum en svo kom stærsta bomban.

Getty Images

Alexander Isak, markahrókur Newcastle, kom á lokadegi gluggans eftir að mikið hafði gengið á í samningaviðræðum. Liverpool setti bæði sitt eigið félagsmet og annað breskt met í sama glugga, 125 milljónir punda fyrir hinn sænska framherja.

Á pappírunum lítur þetta út fyrir að Liverpool hafi eytt 241 milljón punda í tvo sóknarmenn. En samkvæmt The Times hefur félagið í raun aðeins skuldbundið sig til að greiða 51,25 milljónir punda fyrir báða leikmennina í sumar.

Samkvæmt samningi við Leverkusen mun Liverpool greiða 100 milljónir punda í föstum greiðslum fyrir Wirtz, óháð því hvort hann nái árangri eða ekki. Sú upphæð skiptist í fimm jafna hluta til að draga úr álagi á fjárhag félagsins.

Viðbætur upp á 16 milljónir punda koma aðeins til greina ef Liverpool vinnur Meistaradeildina eða ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum á meðan Wirtz er í herbúðum liðsins.

Samningaviðræður við Newcastle um Isak reyndust töluvert flóknari. Upphafleg tilboð Liverpool upp á 110 milljónir punda var hafnað tafarlaust. Í kjölfarið stóðu málin í stað í fjórar vikur, þar til Isak sjálfur þrýsti á málið.

Eftir 4-1 sigur Liverpool á Arsenal 31. ágúst, fékk Hughes grænt ljós til að hækka boðið. Daginn eftir náðu félögin samkomulagi um kaupverðið, 125 milljónir punda en sá samningur verður greiddur í fjórum hlutum. Því hefur Liverpool aðeins greitt 31,25 milljónir fyrir Isak í sumar.

Isak, sem skoraði 23 mörk í úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir félagið á sunnudag þegar Liverpool mætir Burnley á Turf Moor í von um fjórða sigurinn í röð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tjáir sig um Manchester United – „Þá er það ekkert sérstakt“

Tjáir sig um Manchester United – „Þá er það ekkert sérstakt“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slítur sambandi við háskólanema sem er 37 árum yngri – Kveðst mjög virkur kynferðislega og er strax kominn í nýtt samband

Slítur sambandi við háskólanema sem er 37 árum yngri – Kveðst mjög virkur kynferðislega og er strax kominn í nýtt samband
433Sport
Í gær

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni

Allt sauð upp úr þegar kærasti hennar kom að honum í rúminu – Segist hafa verið að hjálpa sauðdrukknum manni
433Sport
Í gær

Keypti hund til að verja heimilið eftir að hafa orðið þjóðþekktur

Keypti hund til að verja heimilið eftir að hafa orðið þjóðþekktur