fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
Fókus

Mýkt er kærkomin haustbyrjun fyrir prjónaunnendur

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 4. september 2025 17:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mýkt, glæsileg prjónabók, inniheldur 22 uppskriftir að sígildum kvenflíkum; opnum og heilum peysum, ermalausum toppum, húfum, sjölum, sokkum og handstúkum. Falleg kaðlamynstur og gataprjón einkenna hönnunina og hvarvetna er hugsað út í fínleg smáatriði. Flestar uppskriftanna bjóða upp á fjölbreyttar stærðir auk þess sem verkefnin í bókinni henta bæði byrjendum og lengra komnum.

Sari Nordlund er einn af vinsælustu prjónahönnuðum Finnlands, þekkt fyrir vel sniðnar flíkur og vandaðar uppskriftir. Markmið hennar er að hanna sígildan fatnað sem gleður eigandann árum saman.

Guðrún Hannele Henttinen þýddi bókina sem er bók mánaðarins hjá Forlaginu.

Hér fyrir neðan er uppskrift að treflinum TERPSÍKORA, sem birt er með góðfúslegu leyfi Forlagsins. Prjónaunnendur og einnig byrjendur sem vilja læra tökin á prjónamennsku geta látið sig hlakka til því um helgina verður útgáfu bókarinnar fagnað í Storkinum, þar sem boðið verður upp á kaffi og veitingar, og að lokum samprjón á TERPSÍKORA.

Síðar í mánuðinum verður námskeið fyrir byrjendur í prjóni, í Petiteknit peysuprjóni og leikfangahekli. Samprjón á Champagne jakkapeysu verður svo 24. september. Storkurinn er í Síðumúla 20, Reykjavík og sjá má haustdagskrá hér neðst í greininni.

Haustdagskrá Storksins:

Sari Nordlund dagur verður laugardaginn 6. sept.

Samprjón á Terpsíkora treflinum hefst 6. sept.

Námskeið í Petiteknit peysuprjóni hefst 16. sept.

Námskeið fyrir byrjendur í prjóni hefst 18. sept.

Samprjón á Champagne jakkapeysunni hefst 24. sept.

Námskeið í leikfangahekli hefst 7. okt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum

Augu Kristínar opnuðust á föstudaginn: Sorgmædd þegar hún leit út um gluggann og sá hver kom út úr stigaganginum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 4 dögum

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“

Paradísa gefur út fyrstu plötuna sína: „Það er enginn að fara að sitja úti í horni þegar þetta er í gangi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés

Fyrrum kokkur í Buckingham-höll opinberar helsta vandamálið við Andrés