fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Ung hjón sem skulda mikið unnu 83 milljónir um helgina – „Við erum enn í smá sjokki“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 2. september 2025 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ung hjón með lítil börn unnu fimmfaldan fyrsta vinning í Lottó síðasta laugardag, eða rúmar 83,6 milljónir króna.

Í tilkynningu frá Íslenskri getspá kemur fram að dagurinn sem drátturinn fór fram hafi verið allskonar, verkefnin mörg, þreytan farin að segja til sín og konan orðin pínu buguð eins og það er orðað.

Í miðjum amstri ákvað hún að kaupa sér lottómiða, eins og hún gerir stundum. Hún opnaði lottóappið, valdi sjálfsval og hélt svo áfram með daginn.

„Það var ekki fyrr en seint um kvöldið, rétt áður en hún ætlaði að fara að sofa, að hún mundi eftir miðanum. Hún opnaði appið og þar blöstu við gulir hringir í kringum allar tölurnar í einni línu.

„Þetta getur ekki verið rétt,“ hugsaði hún. Maðurinn hennar trúði þessu heldur ekki. Þegar hann sá svo upphæðina efst í appinu sagði hann: „Þetta er bara upphæðin sem hægt er að vinna, ekki það sem við höfum unnið.“

En tölurnar voru réttar – og upphæðin, skattfrjáls og ótrúleg, rúmar 83,6 milljónir króna, er nú á leiðinni inn á bankareikninginn þeirra.

Í tilkynningunni segir að ungu hjónin hafi ekki vitað hvort þau ættu að hlæja eða gráta en eitt var víst: Þau áttu mjög erfitt með að sofna.

„Við höfum átt lítið og skuldað mikið en það heyrir nú allt í einu sögunni til,“ sagði vinningshafinn brosandi og enn hálf skjálfandi. Hún hafði keypt miðann eins og venjulega – án mikilla væntinga – en lífið breyttist á einni kvöldstund.

Fjölskyldan ætlar að nýta vinninginn til að greiða niður skuldir, tryggja börnunum betri framtíð og leyfa sér að njóta lífsins aðeins meira. „Við erum enn í smá sjokki – en ótrúlega þakklát.“

Íslensk getspá óskar hjónunum innilega til hamingju og minnir á að stundum þarf ekki meira en einn miða til að breyta lífinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins
Fréttir
Í gær

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um
Fréttir
Í gær

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB
Fréttir
Í gær

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum
Fréttir
Í gær

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“