fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Rifbeinsbrotin og með heyrnartap eftir hrottalega nauðgun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. september 2025 13:30

Héraðsdómur Reykjavíkur. Mynd: Maggi gnúsari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttað verður á næstu dögum yfir manni sem ákærður er vegna nauðgunar vorið 2023.

Samkvæmt ákæru héraðssaksóknara átti brotið sér stað mánudagsmorguninn 10. apríl árið 2023 á þáverandi heimili hins ákærða í Reykjavík. Maðurinn er sakaður um að hafa með ofbeldi og ólögmætri nauðung haft önnur kynferðismök en samræði við konu. Er hann sagður hafa ýtt henni á hnén, slegið hana endurtekið í andlitið og víðsvegar um líkama hennar, tekið hana endurtekið hálstaki og lagt kodda yfir andlit hennar svo hún átti erfitt með andardrátt. Er hann sagður hafa stungið fingrum sínum í leggöng hennar, þrýst hné sínu á ofanverða bringu hennar og haft sáðlát yfir andlit hennar.

Af árásinni hlaut konan yfirborðsáverka á höfði, eymsli á vinstri kjálka, tognun og ofreynslu á hálshrygg, tognun og ofreynslu á axlarlið, tognun og ofreynslu á aðra og ótilgreinda hluta lendahryggs og mjaðmagrindar, heyrnartap og rifbrot.

Af hálfu konunnar er gerð krafa um 3,5 milljónir í miskabætur.

Aðalmeðferð, þ.e. réttarhöld í málinu, verður við Héraðsdóm Reykjavíkur þann 11. september og er þinghald lokað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði

Segir hugmyndir um sameiningu Grindavíkur og Garðabæjar hafa fengið hljómgrunn síðustu mánuði
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins

Sláandi skýrsla skekur Bretland – Fyrrum fangavörður talinn vera einn versti níðingur í sögu landsins
Fréttir
Í gær

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um

Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir fórnarlambsumræðu illa upplýstra um sjávarútveginn og kennir hruninu um
Fréttir
Í gær

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB
Fréttir
Í gær

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum

Njörður segir að svona sé hægt að bjarga íslenskri tungu – Gæti horfið á næstu þremur til fjórum kynslóðum
Fréttir
Í gær

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“