fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Íslenska lögreglan brást konu sem kærði heimilisofbeldi – Sífelldar tafir og ruglingsleg málsmeðferð

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 26. ágúst 2025 16:30

Konan ýtti á eftir rannsókninni en lögreglan brást henni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að tafir og mistök íslensku lögreglunnar hafi valdið því að heimilisofbeldismál konu hafi fyrnst.

Konan, sem er kölluð M.A. í gögnum málsins, kærði fyrrverandi maka sinn fyrir ofbeldi. Tvær líkamsárásir og hótanir um að dreifa af henni nektarmyndum. En ákæruvaldið lét málið niður falla þar sem málið var talið fyrnt.

Vanræksla og truflun

Í dag komst Mannréttindadómstóll Evrópu að því að íslensk stjórnvöld hafi brotið á rétti konunnar til að leita réttar síns með vanrækslu og truflun.

„Rannsókn málsins markaðist af töfum og stjórnsýslulegum ruglingi sem leiddi til þess að fyrningarfresturinn rann út,“ segir í niðurstöðu dómstólsins.

Meint brot áttu sér stað í febrúar og júlímánuði árið 2016. Sagði hún fyrrverandi maka sinn hafa meðal annars hrint sér og ýtt þannig að hún tábrotnaði. Í annað skipti hafi hann ýtt henni upp að baðherbergishurð. Var hún með ljósmyndir af téðum meiðslum.

Konan fór fyrst til lögreglu snemma árs 2017 en kærði þá ekki. Seinna var henni hótað að myndum af henni yrði dreift til yfirmanns hennar. Í desember lagði konan fram kæru, lagði fram áverkavottorð og tvö sjónarvitni gáfu skýrslu. En eins og áður segir komst málið aldrei fyrir dómstóla á Íslandi.

Ekki yfirheyrður fyrr en eftir sumarfrí

Í niðurstöðunni segir að rannsókn málsins hafi sífellt verið send á milli lögregluembætta. Konan hafi ekki verið kölluð í skýrslutöku fyrr en í mars árið 2018 en þá var fyrsta brotið fyrnt. Hinn meinti gerandi var ekki yfirheyrður fyrr en í ágúst það ár en þá var hitt brotið líka fyrnt.

Konan sýndi ekki af sér tómlæti heldur hafði samband við lögregluna og óskaði eftir að málinu yrði hraðað því tímamörk væru að renna út. Lögreglan svaraði henni hins vegar á þann hátt að farið yrði í málið þegar tími gæfist til þess, sem reyndist vera eftir sumarfrí rannsóknarlögreglumanna. Í apríl árið 2019 var málið fellt niður hjá lögreglunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“

Flóttafólk sem stofnaði veitingastað í Keflavík verður fyrir árásum á netinu – „Þetta hefur mikil áhrif á okkur“
Fréttir
Í gær

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“