fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Íslenska lögreglan brást konu sem kærði heimilisofbeldi – Sífelldar tafir og ruglingsleg málsmeðferð

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 26. ágúst 2025 16:30

Konan ýtti á eftir rannsókninni en lögreglan brást henni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur komist að þeirri niðurstöðu að tafir og mistök íslensku lögreglunnar hafi valdið því að heimilisofbeldismál konu hafi fyrnst.

Konan, sem er kölluð M.A. í gögnum málsins, kærði fyrrverandi maka sinn fyrir ofbeldi. Tvær líkamsárásir og hótanir um að dreifa af henni nektarmyndum. En ákæruvaldið lét málið niður falla þar sem málið var talið fyrnt.

Vanræksla og truflun

Í dag komst Mannréttindadómstóll Evrópu að því að íslensk stjórnvöld hafi brotið á rétti konunnar til að leita réttar síns með vanrækslu og truflun.

„Rannsókn málsins markaðist af töfum og stjórnsýslulegum ruglingi sem leiddi til þess að fyrningarfresturinn rann út,“ segir í niðurstöðu dómstólsins.

Meint brot áttu sér stað í febrúar og júlímánuði árið 2016. Sagði hún fyrrverandi maka sinn hafa meðal annars hrint sér og ýtt þannig að hún tábrotnaði. Í annað skipti hafi hann ýtt henni upp að baðherbergishurð. Var hún með ljósmyndir af téðum meiðslum.

Konan fór fyrst til lögreglu snemma árs 2017 en kærði þá ekki. Seinna var henni hótað að myndum af henni yrði dreift til yfirmanns hennar. Í desember lagði konan fram kæru, lagði fram áverkavottorð og tvö sjónarvitni gáfu skýrslu. En eins og áður segir komst málið aldrei fyrir dómstóla á Íslandi.

Ekki yfirheyrður fyrr en eftir sumarfrí

Í niðurstöðunni segir að rannsókn málsins hafi sífellt verið send á milli lögregluembætta. Konan hafi ekki verið kölluð í skýrslutöku fyrr en í mars árið 2018 en þá var fyrsta brotið fyrnt. Hinn meinti gerandi var ekki yfirheyrður fyrr en í ágúst það ár en þá var hitt brotið líka fyrnt.

Konan sýndi ekki af sér tómlæti heldur hafði samband við lögregluna og óskaði eftir að málinu yrði hraðað því tímamörk væru að renna út. Lögreglan svaraði henni hins vegar á þann hátt að farið yrði í málið þegar tími gæfist til þess, sem reyndist vera eftir sumarfrí rannsóknarlögreglumanna. Í apríl árið 2019 var málið fellt niður hjá lögreglunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

BYKO lagði athafnamann með stormasama viðskiptasögu

BYKO lagði athafnamann með stormasama viðskiptasögu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Í gær

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur eftir frétt RÚV í gærkvöldi – „Tími til kominn að segja stopp. Heimilin á Íslandi hafa fengið nóg“

Vilhjálmur eftir frétt RÚV í gærkvöldi – „Tími til kominn að segja stopp. Heimilin á Íslandi hafa fengið nóg“
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“