Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur hætt störfum sem upplýsingafullrúi Íslenskrar erfðagreiningar. Hún greinir frá þessu í Facebook-færslu þar sem hún segist fegin að hætta störfum vegna þeirra breytinga sem hafa orðið á vinnustaðnum undanfarna mánuði:
„Vann minn síðasta vinnudag á Íslenskri erfðagreiningu fyrir helgi.
Íslensk erfðagreining, sem Kári Stefánsson stofnaði, var stolt íslenskra vísinda og lengst af það fyrirtæki sem skaraði fram úr í samfélagslegri ábyrgð. Þetta var góður vinnustaður til margra ára, þar á ég góða vini, en breytingar undanfarna mánuði hafa gert það að verkum að ég er fegin að snúa mér að öðru.“