fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Ósáttur faðir barns í gámaskóla óttast um forgangsröðun bæjarins – „Enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 26. ágúst 2025 12:00

Ásgeir segir fréttir þessa árs bera vott um að forgangsröðun bæjarins hafi breyst.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Faðir barns í Holtaskóla í Reykjanesbæ spyr hvort að bæjarstjórn líti ekki á framkvæmdir við skólann sem forgangsmál lengur. Enn séu börnin í gámum en bærinn standi í ströngu við að stækka bæjarskrifstofurnar.

Faðirinn, Ásgeir Elvar Garðarsson, skrifar um þetta í aðsendri grein á Vísi í morgun og spyr bæjarstjórn hvar forgangsröðunin sé. Við grunnskólana eða bæjarskrifstofurnar?

„Skólasetningu grunnskólanna fylgir mikil gleði, ekki síst hjá foreldrum yngri barna sem flestir hverjir telja niður dagana þar til venjuleg rútína kemst aftur á heimilislífið. Undirritaður er þar á meðal. Ekki misskilja mig – sumarfríið hjá börnunum var frábært – en við tökum öll skólarútínuninni fagnandi,“ segir Ásgeir. „Það er hins vegar súrsætt að hugsa til þess að börn í Myllubakka- og Holtaskóla hefji nú enn eitt skólaárið í bráðabirgða gámaeiningum og enn eitt árið njóta þau ekki allra þeirra kosta sem skólar á Íslandi bjóða almennt upp á.“

Þetta hafi mikil áhrif á börnin. Þau hafi ekkert mötuneyti og þurfa að borða nesti og hádegismat í heimastofunum sínum. Aðgangur að verk- og listgreinum sé verulega eða alfarið skertur. Þá er ekkert skólabókasafn til staðar sem kemur sér einkar illa fyrir þau sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri.

Peningurinn í annað

Tekur hann það fram að starfsfólk skólanna, Myllubakka- og Holtaskóla, eigi allt hrós skilið fyrir seiglu, aðlögunarhæfni og umburðarlyndi í þessum aðstæðum. Allt starf hafi verið endurskipulagt til að hægt sé að halda uppi eins eðlilegu skólastarfi og mögulegt sé. En verklok í skólunum þurfi að vera í fremsta forgangi.

„Sjálfur bý ég í þeirri góðu trú að verklok við þessa tvo skóla hafi alltaf verið í fremsta forgangi hjá bæjarfélaginu, en af fréttaflutningi þessa árs að dæma læðist að mér sá grunur að svo sé staðan ekki lengur,“ segir Ásgeir. „Þegar maður les um að bærinn standi í ströngu við að stækka bæjarskrifstofurnar, kaupa húsnæði háskóla Keilis á Ásbrú og setja upp tímabundnar bæjarskrifstofur í því húsi, stækka Hljómahöllina og flytja bókasafnið þangað, þá heyrast sögur af því að ekki sé til peningur til að greiða verktökum sem starfa í Myllubakka- og Holtaskóla og að hægja eigi á framkvæmdum við skólana vegna fjárskorts hjá bænum.“

Þrýsta á bæjaryfirvöld

Hér sé hugsanlega um stefnubreytingu að ræða. Það er að skólarnir séu ekki lengur í fyrsta forgangi.

„Mögulega lítur bæjarstjórn Reykjanesbæjar ekki lengur á þessar framkvæmdir sem fremsta forgangsmál þar sem þökk sé öflugu skipulagi skólastjórnenda gengur allt smurt fyrir sig í núverandi ástandi,“ segir Ásgeir að lokum. „Ég vil því með þessari grein hvetja foreldra jafnt sem starfsmenn skólanna að láta ekki af þrýstingi á bæjaryfirvöld, að framkvæmdirnar við skólana verði áfram í fremsta forgangi og að allt kapp verði lagt í að klára þessar framkvæmdir sem allra fyrst.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas

Gufunesmálið: Matthías spurður út í viðtal sitt við DV – Segist hafa óttast Stefán og Lúkas
Fréttir
Í gær

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja

Ekki tekið vel í tillögu um enn frekari stækkun Hótel Viking – Sögufrægt hús yrði að víkja
Fréttir
Í gær

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”

Ragnar svarar Þórdísi fullum hálsi: „Ég var alls ekki að hvetja til slíks”
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna

Dýrasta íþróttamynd sögunnar seld – Kaupverðið um 1,6 milljarðar króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”

Ugla deilir ógeðfelldum hatursskilaboðum – „Í þetta skiptið fannst honum Sigurði við hæfi að spurja hvort ég væri undanskorin”