fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Fréttir

Borgarbyggð vill selja Bifröst og koma flóttafólkinu þar í virkni – Fjárhagslegur vítahringur

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 26. ágúst 2025 14:30

Flóttafólkið átti að vera á Bifröst í þrjá mánuði. Mynd/Háskólinn á Bifröst

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveitarfélagið Borgarbyggð vill selja fasteignir Háskólans á Bifröst og byggja þar upp verðmætaskapandi starfsemi. Koma verði þeim óvirka fjölda flóttafólks sem þar býr í virkni og losa sveitarfélagið undan fjárhagslegum vítahring.

Þetta kemur fram í fundargerð byggðarráðs á fimmtudag. En þá var farið yfir stöðu málsins og sjónarmið Borgarbyggðar tíundaðar.

„Sveitarfélagið hefur lagt kapp á það í sumar að kynna þá áskorun sem blasir við á Bifröst fyrir ráðherrum, sérfræðingum ráðuneyta, þingmönnum, Vinnumálastofnun, Sambandi íslenskra sveitarfélaga, fjölmiðlum og fjölmörgum fleiri aðilum,“ segir í fundargerðinni.

Er þremur punktum haldið á lofti. Það er að framlengja þurfi heimild ríkissjóðs til að endurgreiða flóttamönnum fjárhagsaðstoð umfram tvö ár, að hefja markvissa vinnu við að finna þorpinu á Bifröst nýtt verðmætaskapandi hlutverk og að koma þeim óvirka fjölda sem þar býr í virkni en Bifröst sé fjarri atvinnumöguleikum og þjónustu.

„Uppbyggilegt samtal við stjórnendur Háskólans á Bifröst er í gangi og í samræmi við það bindur Borgarbyggð vonir við að hafa mun meiri aðkomu en hingað til að fyrirhugaðri sölu þorpsins á Bifröst,“ segir í fundargerðinni.

Á þriðja hundrað flóttamenn frá Úkraínu eru á Bifröst. Upphaflega átti úrræðið að vera til þriggja mánaða en hefur varað í meira en tvö ár. Til að byrja með greiddi ríkið kostnaðinn af veru fólksins en síðan sveitarfélagið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“

Segir að Ágúst Ólafur verði yfirfrakki Samfylkingar á ráðherra Flokks fólksins – „Algjör nýlunda“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist

María Sjöfn lagði ríkið fyrir Mannréttindadómstólnum – Kærði sambýlismann fyrir ofbeldi en málið fyrntist
Fréttir
Í gær

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“

Halla bendir á svívirðilegt óréttlæti – „Nýta sér skólana og fá sorpþjónustu eins og almennt launafólk, en leggja ekkert af mörkum“
Fréttir
Í gær

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu

Nýtt ofurflugskeyti Úkraínumanna dregur til Moskvu
Fréttir
Í gær

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu

Rússland sagt ramba á barmi bensínkrísu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs

Mikil reiði eftir að dönsk yfirvöld tóku nýfædda dóttur af grænlenskri móður á grundvelli umdeilds prófs